Atsuko tæklar það hvernig er að eignast vini á fullorðinsárum og blekkinguna um hjónabandið, nú þegar hún er fullþroskuð og þarf enga frekari betrumbætur.
Atsuko er uppistandari, leikkona og rithöfundur sem hefur unnið sér sess í heimi grínsins með einstökum stíl og skemmtilegum sögum. Hið virta tímarit Variety tilnefndi hana árið 2022 sem eina af “Top 10 Comics to Watch,” og hún var önnur asísk-ameríska konan til að vera með uppistands sérþátt á HBO. Hún hefur komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum, þar á meðal The Late Show with Stephen Colbert, Jimmy Kimmel Live, The Late Late Show with James Corden, Comedy Central Presents, og Netflix is a Joke.
Atsuko er þekkt fyrir að nota persónulega reynslu sína og menningu í sýningum sínum, sem gerir þær bæði bráðfyndnar og innihaldsríkar. Ekki missa af tækifærinu til að sjá þessa áhugaverðu listakonu á sviði í fyrsta skipti á Íslandi!