skip to content

Liðinn viðburður

Bianca Del Rio í Eldborg

Bianca Del Rio stígur upp úr gröfinni til að minna okkur á að hún er ennþá dauð að innan. Ef þú elskar beinskeyttan húmor og glimmerbúninga og móðgast ekki auðveldlega, þá er Dead Inside sýningin fyrir þig!

Bianca Del Rio er dragdrottning sem er ófeimin við að sjokkera og móðga áhorfendur með sjöttu uppistandssýningu sinni enda hörð, fyndin og stórkostleg. Hún sló í gegn í Emmy-verðlaunaþættinum RuPaul’s Drag Race þar sem hún sigraði sjöttu seríu með hnyttinni hreinskilni, eftirminnilegum tilsvörum og pólitískt kolröngum húmor. Síðan þá hefur hún komið sér þægilega fyrir í frægðarhöll menningar. New York Magazine setur Bianca í hópinn “Most Powerful Drag Queens” og byggir það á ótrúlegri velgengni hennar hennar um allan heim. 

Í kjölfarið á gríðarlegum vinsældum tveggja síðustu gamansýninga Bianca, Unsanitized með uppseldum sýningum í 99 borgum í 27 löndum og Jester Joke sem skráði Bianca í sögubækurnar sem fyrsta dragdrottningin til að vera aðalnúmer uppseldra sýninga í Wembley Arena og Carnegie Hall, mun nýjasta sýning hennar Dead Inside stoppa við í 60 borgum í Bandaríkjunum og Kanada árið 2024 og í haust er stefnan tekin á Evrópu með viðkomu í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 12. október.

Tveir VIP pakkar í boði:

VIP 1 – ROTTEN TO THE CORE VIP PACKAGE  – 35,990 kr. (dökkblátt á mynd)
Aðeins 25 í boði. Innifalið:

  • Einn miði í fremstu röð í sal (listaverð á sæti 14.990 kr.)
  • VIP Meet & Greet með Bianca Del Rio áður en sýning hefst.
  • Ein ljósmynd með Bianca Del Rio áður en sýning hefst.
  • Tækifæri til að kaupa varning á staðnum undan öðrum.
  • Einn sérstakur  “Dead Inside” safngripsmiði í takmörkuðu upplagi (limited edition souvenir ticket)
  • Einn safngrips “Dead Inside” VIP passi/hálsband (commemorative VIP laminate & matching lanyard).


VIP 2 – PUSHING UP DAISIES VIP PACKAGE – 26.990 kr. (ljósblátt á mynd)
Aðeins 75 í boði. Innifalið:

  • Einn miði í röð 2-3, eða A1/C1 stúkur. (Listaverð á sæti 14.990 kr.)
  • VIP Meet & Greet með Bianca Del Rio áður en sýning hefst.
  • Ein ljósmynd með Bianca Del Rio áður en sýning hefst.
  • Tækifæri til að kaupa varning á staðnum undan öðrum.
  • Einn sérstakur  “Dead Inside” safngripsmiði í takmörkuðu upplagi (limited edition souvenir ticket)
  • Einn safngrips “Dead Inside” VIP passi/hálsband (commemorative VIP laminate & matching lanyard)

SKILMÁLAR FYRIR VIP PAKKA

Allir VIP miðahafar fá sendan tölvupóst nokkrum dögum fyrir viðburðinn með nánari upplýsingum um dagskrána. Upplýsingar verða sendar á það netfang sem gefið var upp við miðakaup. Ef þú færð ekki póstinn, þá vinsamlega hafðu samband við [email protected] 

Sala á VIP miðum fæst ekki endurgreidd né miðum skipt. Ekki er heimilt að áframselja VIP pakka. Listamaður, viðburðahaldari og viðburðastaður áskilja sér rétt til að hætta við og bakfæra pöntun án frekari ástæðu. VIP varningur verður afhentur á sýningunni, þó með fyrirvara á undantekningum. Ekki þarf að hafa VIP varning meðferðist til að fá aðgang að tónleikunum. Tímasetningar VIP dagskrár geta verið breytilegar eftir viðburðastaðsetningum. Upplýsingar sem gefnar eru upp við kaup (nafn, heimilisfang, netfang, o.s.frv.) verða notaðir til að hafa sambandi við miðahafa. Listamaðurinn, túrinn, skipuleggjandi, viðburðastaður og aðrir tengdir aðilar bera ekki ábyrgð á úreltum eða röngum upplýsingum sem veittar eru kaupanda við kaup. VIP passar og miðar eru eingöngu til minninga, þeir veita ekki aðgang að viðburðastað, VIP svæðum eða neinum baksvæðum.

 

Dagsetning

12. október 2024 í Eldborg

Staður

Eldborg

Hlekkir