Björgvin Halldórsson er einn ástsælasti tónlistamaður okkar og hefur á sínum langa ferli átt stóran þátt í að móta íslenska dægurtónlist. Björgvin fagnar 70 ára afmæli 16. apríl næstkomandi og heldur upp á daginn með stórtónleikum heima í stofu hjá þér, í beinni frá Borgarleikhúsinu á sjálfum afmælisdeginum.
Ljóst er að Björgvin á skrautlegan og sigursælan feril að baki, feril sem hefur snert ótal marga, ekki bara á Íslandi heldur víða um lönd. Á afmælistónleikum hans 16. apríl mun hann rifja upp ferilinn í tali, tónlist og myndum, dyggilega studdur af sérvalinni hljómsveit, bakröddum og sérstökum gestum.
Um er að ræða streymis og “pay per view” tónleika, sem þýðir að áhorfendur hvar sem er á Íslandi og um allan heim geta notið tónleikanna, eins og þeim hentar, þar sem þeim hentar.