Back arrow

Bó 70

Heima í stofu
16. apríl 2021

Miðaverð

Miðaverð:
3.600 kr.
Miðaverð:
0

Í boði eru tvær leiðir til að horfa; í myndlyklum Símans eða netstreymi, en það virkar í öllum nettengdum tækjum sem þýðir að áhorfendur hvar sem er á Íslandi og um allan heim geta notið tónleikanna, eins og þeim hentar, þar sem þeim hentar.  Aðeins þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili.

Björgvin Halldórsson er einn ástsælasti tónlistamaður okkar og hefur á sínum langa ferli átt stóran þátt í að móta íslenska dægurtónlist. Björgvin fagnar 70 ára afmæli 16. apríl næstkomandi og heldur upp á daginn með stórtónleikum heima í stofu hjá þér, í beinni frá Borgarleikhúsinu á sjálfum afmælisdeginum.

Ljóst er að Björgvin á skrautlegan og sigursælan feril að baki, feril sem hefur snert ótal marga, ekki bara á Íslandi heldur víða um lönd. Á afmælistónleikum hans 16. apríl mun hann rifja upp ferilinn í tali, tónlist og myndum, dyggilega studdur af sérvalinni hljómsveit, bakröddum og sérstökum gestum.

GESTIR:

 • GDRN
 • Jóhanna Guðrún
 • KK
 • Krummi
 • Svala

BAKRADDIR:

 • Eyjólfur Kristjánsson
 • Friðrik Ómar
 • Regína Ósk

HLJÓMSVEIT:

 • Einar Scheving – Slagverk
 • Davíð Sigurgeirsson – Gítar
 • Friðrik Sturluson – Bassi
 • Jóhann Hjörleifsson – Trommur
 • Jón Elvar Hafsteinsson – Gítar
 • Sigurgeir Sigmunds – Stálgítar
 • Þórir Baldursson – Hammond
 • Þórir Úlfarssson – Píanó
+ Lestu meira

UM BJÖRGVIN 

Björgvin hefur á sínum langa ferli átt stóran þátt í að móta íslenska dægurtónlist. Tónlistarferill Björgvins hófst með hljómsveitinni Bendix í Hafnarfirði og hann var kjörinn Poppstjarna Íslands í Laugardalshöll árið 1969 aðeins 18 ára gamall með hljómsveitinni Ævintýri. Þá má segja að sannkallað Bjöggaæði hafi gripið unga fólkið. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um fjölda hljómplatna sem Björgvin hefur komið nærri, en fjöldi laga sem hann hefur sungið inn á plötur er um níuhundruð.

Þó líði ár og öld, fyrsta plata Björgvins, var gefin út sama ár en í kjölfarið kom Björgvin fram á tónleikum um allt land, tók þátt í söngvakeppnum í Tékkóslóvakíu, Írlandi og víðar. Hann gaf út dúettaplötuna Dagar og nætur með Ragnhildi Gísladóttur og festi sig í sessi sem einn áhrifamesti tónlistarmaður síns tíma. 

Árið 1987 kom út platan Jólagestir sem varð kveikjan að röð hljómplatna með þessu heiti og hinni vinsælu tónleikaröð Jólagestir Björgvins sem hefur glatt landann undanfarin 14 jól. Þar hafa flestir helstu söngvarar landsins komið fram en einnig fjöldi ungra söngvara því Björgvin er örlátur á sviðsljósið.

Björgvin hefur einnig gegnt margvíslegum störfum meðfram söngnum, meðal annars sem framleiðslustjóri hljómplatna, skemmtanastjóri, framkvæmdastjóri útvarpsstöðvarinnar Stjörnunnar, markaðsráðgjafi, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrlands, rödd Stöðvar 2 og margt fleira. 

Hann hefur leikið og sungið í leikritum, söngleikjum og kvikmyndunum Óðal feðranna, Gullsandur og Djöflaeyjan og tekið þátt í Eurovision-keppninni fyrir Íslands hönd.

Björgvin hefur haldið ótrauður áfram í gegnum árin; haldið tónleika, gefið út plötur, stofnað ódauðlegar hljómsveitir á borð við Brimkló, HLH Flokkinn, Ævintýri og Ðelónlí blú bojs og ekki má gleyma sigurför um Sovétríkin með hljómsveitinni Bo Halldorsson and the Diplomats.

Bók Gísla Rúnars um Björgvin, Bó & Co … með íslenskum texta, kom út 2001 og er löngu uppseld. Björgvin hefur verið viðfangsefni fjölmargra sjónvarpsþátta og í fyrra var heimildarmynd Sagafilm um hann, Maður sviðs og söngva, sýnd á RÚV.   

 • Algengar spurningar

  Get ég horft á tónleikana í gegnum Apple TV? Hvernig horfi ég á tónleikana í mínu snjallsjónvarpi?

  Þú getur notað tækni á borð við Airplay til að tengja t.d. síma eða tölvu við Apple TV. Skoðaðu leiðbeiningarnar sem fylgdu þínu tæki.

  Hér eru leiðbeiningar fyrir nokkur vinsæl tæki, um hvernig á að varpa í snjallsjónvarp eða Apple TV:

  Get ég horft á tónleikana í vafra í snjallsjónvarpi?

  Það er stundum hægt og stundum ekki, en vafrar í snjallsjónvörpum eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Við mælum með að þú prófir streymið áður en tónleikarnir hefjast til að athuga hvort það virki, og ef streymið höktir eða ef það virkar ekki mælum við með að þú horfir á tónleikana með því að kasta úr Chrome í síma, spjaldtölvu eða úr tölvu með t.d. Chromecast.

  Hér eru leiðbeiningar fyrir nokkur vinsæl tæki, um hvernig á að varpa í snjallsjónvarp eða Apple TV:

  Ég fæ "Invalid Code" á streymissíðunni

  1. Vertu viss um að það sé ekki óvart verið að nota lítið L þegar á verið að nota stórt i, eða öfugt, þegar kóði er settur inn. Bókstafirnir í kóðanum eru alltaf annað hvort allir í hástöfum eða allir í lágstöfum.
  2. Ef þú ert að setja kóðann í snjallsjónvarp og þú færð þessi villuboð, prófaðu í síma eða tölvu, það getur verið að vafrinn í snjallsjónvarpi styðji ekki svona streymi
  3. Vertu viss um að þú sért að nota réttan kóða, hann er í PDF skjali og þar stendur „Þetta er kóðinn þinn“, ef þú keyptir hann hjá Tix.

  Ég fæ "too many active sessions"

  Það er búið að virkja kóðann á of mörgum stöðum. Þú þarft að fara í eitt af þremur tækjunum/gluggunum/flipunum þar sem kóðinn er virkur, smella neðst á takkann, og velja log out. Núna er kóðinn laus á ný.

  Ef það virkar ekki geturðu prófað eftirfarandi:

  • Prófaðu að gera „refresh“ á síðuna
  • Hreinsaðu cache og vafrakökur. (https://io.jackshoot.com/Uyg25n)
  • Farðu á síðuna með private/incognito glugga (https://io.jackshoot.com/NMFX4F)
  • Restartaðu tölvunni eða vélinni sem þú ert að nota
  • Prófaðu annan vafra (Chrome, Mozilla, Safari, Edge etc.).
  • Prófaðu að nota annað tæki
  • Tryggðu að þú sért ekki að nota VPN
  • Prófaðu aðra nettenginu eins og annan router eða 4G

  Streymir mitt hökktir, hvað er til ráða?

  1. Prófaðu að nota annað tæki, t.d. snjallsíma. Þú finnur leiðbeiningar um hvernig á að varpa úr snjallsíma í snjallsjónvarp hér að ofan.
  2. Notaðu Chrome vafrann
  3. Skiptu yfir í 4G, það virkar oft betur en WiFi, þó að nettengingin sé hröð.
  4. Skiptu yfir í lægri gæði með því að smella á „Quality“ í spilaranum.

  Ég fylgdi öllum leiðbeiningum og er með mjög hraða nettengingu, en streymið höktir samt. Hvað er til ráða?

  Það getur hægst verulega á jafnvel mjög hröðum nettengingum ef það eru margir að nota netið í einu, og í sumum tilfellum styðja hraðar nettengingar illa við streymi, eða eru óstöðugar. Prófaðu að nota 4G í Chrome í síma, ef streymið virkar vandræðalaust þar er nettengingin vandamálið.

  Ég finn ekki miðann minn / miðinn minn opnast ekki / ég er með spurningu um miða eða miðakaup, hvert á ég að leita?

  Tix sinnir öllum fyrirspurnum varðandi miða, vinsamlegast sendið þeim tölvupóst: [email protected].

  Ég er búin að kaupa miða á tónleikana á Tix, og ég keypti miða fyrir Sjónvarp Símans, hvað geri ég nú?

  Þú getur annað hvort smellt á “Sækja miða” strax að kaupferli loknu eða sótt kóðann í kvittuninni sem þú færð senda frá [email protected] Kóðinn þinn er í miðanum (PDF skjal)

   

  Sækja miða úr kvittun í tölvupósti:

  Þú þarft að smella á “Sækja miða” neðst í póstinum.

  Næst þarftu að smella aftur á “Sækja miða”:

  Þú getur strax virkjað kóðann í myndlykli eða appi:

  Virkja kóða í myndlykli Símans:

  1.   Veldu Menu
  2.   Smelltu á Tilboðskóði
  3.   Sláðu inn kóðann og byrjaðu að horfa

  Virkja kóða í appi Símans:

  1.   Skráðu þig inn í Sjónvarp Símans appið og smelltu á Meira
  2.   Smelltu á tilboðskóði
  3.   Sláðu inn kóðann og byrjaðu að horfa

  Tónleikarnir eru á rás 310 16. apríl kl. 20.

  Ég er búin að virkja kóðann fyrir myndlykil Símans en rás 310 opnast ekki, hvað geri ég þá?

  Prófaðu að endurræsa myndlykilinn eða tækið sem þú virkjaðir kóðann í. Ef það virkar ekki þarftu að hafa samband við þjónustuver Símans.

  Ég er búin að kaupa miða á tónleikana á Tix, og ég keypti miða fyrir streymi, hvað geri ég nú?

  Þú getur annað hvort smellt á Sækja miða strax að kaupferli loknu eða sótt kóðann í kvittuninni sem þú færð senda frá [email protected]

  Kóðinn þinn er í miðanum (PDF skjal)

  Sækja miða úr kvittun í tölvupósti:

  Þú þarft að smella á Sækja miða neðst í póstinum.

  Næst þarftu að smella aftur á Sækja miða.

  Til að virkja kóðann fyrir streymi:

  Get ég horft á tónleikana í snjallsímanum mínum eða spjaldtölvu?

  Þú getur horft á streymið í vafra í snjallsíma eða spjaldtölvu, ef þú ert með kóða frá Símanum geturðu notað appið þeirra.

  Get ég notað Sjónvarp Símans appið?

  Já, þú getur gert það.

  Ég keypti miða á streymi. Get ég notað Chromecast eða Airplay?

  Já, það birtist lítill “Cast” hnappur neðst í spilaranum sem þú smellir á til að senda strauminn í sjónvarpið þitt. Skoðaðu leiðbeiningarnar sem fylgdu þínu tæki. Ef hnappurinn birtist ekki þarf kannski að skoða hvort tækið sé rétt tengt.

  Hér eru nokkrir hlekkir fyrir vinsæl tæki:

  Chromecast

  Airplay (Apple TV og iOS)

  Ef þú ert með Apple TV og Android síma geturðu prófað app á borð við AllCast.

  Verða tónleikarnir aðgengilegir í tímaflakki Sjónvarpi Símans?

  Já, þeir verða aðgengilegir í 48 klst eftir að tónleikum lýkur 16. apríl. Eftir það verður ekki hægt að horfa á tónleikana, nema með því að kaupa þá aftur í gegn um VOD leiguna í myndlyklinum, á fullu verði.

  Ég keypti kóða fyrir Sjónvarp Símans. Get ég horft á tónleikana í snjallsímanum mínum eða spjaldtölvu?

  Þú getur horft á tónleikana í Síma appinu.

  Eru einhver fyrirtækjatilboð í boði?

  Já, sendu okkur skilaboð og taktu fram hver áætlaður fjöldi er: [email protected]

  Get ég keypt miða sem gjöf?

  Ekkert mál. Þú kaupir einfaldlega  miða á Tix.is og sendir heppnu manneskjunni kóðann, passaðu að velja þá leið til að horfa (streymi eða myndlyklar Símans) sem hentar þeirri manneskju, það er ekki hægt að breyta eftir á. Streymiskóðar virka í hvaða nettengda tæki sem er, en Síma-kóðar virka eingöngu í myndlyklum Símans. Hver kóði gildir bara í einu kerfi.

  Klukkan hvað byrja tónleikarnir?

  Þeir hefjast 16. apríl kl. 20.

  Get ég keypt miða á tónleikana sjálfa?

  Nei, það er ekki hægt. 

  Hvar fara tónleikarnir fram?

  Tónleikarnir fara fram heima í stofunni hjá þér.

  Get ég spólað til baka eða pásað útsendinguna í Sjónvarpi Símans?

  Já, tónleikarnir verða aðgengilegir á tímaflakki um leið og þeir byrja og þar er hægt að spóla og pása að vild.

  Get ég spólað til baka eða pásað útsendinguna í gegn um streymi?

  Nei það er ekki hægt.

  Ef ég kaupi miða get ég horft á sýninguna seinna / þegar mér hentar? Get ég horft á tónleikana oftar en einu sinni?

  Tónleikarnir verða aðgengilegir í gegnum streymi frá kl. 12 daginn eftir tónleika í 48 klst. Þeir verða einnig aðgengilegir í gegnum tímaflakk Símans í 48 klst strax eftir tónleika.

   

  Hvar get ég fengið tæknilega aðstoð sem varðar myndlykil Símans?

  Þú getur haft samband við þjónustuver Símans hér.

  Ég virkjaði kóðann í streymi en ég er búin að breyta um skoðun og núna vil ég horfa á tónleikana í annari tölvu, hvernig geri ég það?

  Þú þarft að fara í tölvuna sem þú virkjaðir kóðann í, fara á www.senalive.is/bo-streymi og smella á hnappinn í neðra hægra horni á síðunni og velja “Terminate session”. Nú er kóðinn laus og þú getur notað hann í öðru tæki.

  Ég virkjaði kóðann í einum myndlykli Símans en ég er búin að breyta um skoðun og núna vil ég horfa á tónleikana í öðrum myndlykli Símans, hvernig geri ég það?

  Þú getur ekki fært kóða á milli notenda eftir hann hefur verið virkjaður í myndlykli Símans, en þú getur farið með þinn myndlykil á annan stað (t.d. upp í bústað), tengt hann við sjónvarpið og notað hann þar. Kóðinn virkar bæði á aðallykil og aukalykla hvers notanda.

  Ég keypti kóða fyrir streymi. Get ég horft á tónleikana í snjallsímanum mínum eða spjaldtölvu?

  Já, þú getur horft á sýninguna í næstum hvaða vafra sem er í hvaða nettengda tæki sem er. Við mælum með Safari, Firefox, eða Chrome, vafrar í snjallsjónvörpum eru mjög misjafnir og við mælum frekar með að þú speglir t.d. síma eða tölvu í sjónvarp frekar en að nota vafra í snjallsjónvarpi.

  Ég er ekki með myndlykil og keypti miða í gegnum Tix. Hvernig horfi ég á tónleika í sjónvarpinu mínu?

  Þú gerð á www.senalive.is/bo-streymi og slærð inn kóðann. Þú getur annað hvort tengt tölvuna við sjónvarpið í gegn um HDMI tengi, eða notað tæki á borð við Chromecast og Airplay. Skoðaðu leiðbeiningarnar sem fylgdu þínu tæki.

  Ég keypti kóða fyrir einn miðil en núna vil ég nota annan, virka allir kóðar á báða staði, þe. streymi og myndlykil Símans?

  Nei, ef þú kaupir kóða fyrir einn miðil gildir hann bara fyrir þann miðil. Þú þarft að kaupa nýjan kóða ef þú vilt horfa á annan máta.

  Ég bý erlendis, get ég horft á tónleikana?

  Já, þú getur keypt miða að vefstreymi gegnum Tix hvaðan sem er í heiminum og horft á tónleikana í gegnum vafra. Þú þarft ekki VPN, og VPN getur jafnvel valdið því að streymið virki ekki.

  Hvar get ég keypt miða?

  Þú ferð á tix.is/bo og velur hvort þú viljir horfa á tónleikana á netinu, eða í gegnum myndlykil.

  Ef þú kýst að horfa á tónleikana í gegn um myndlykil geturðu einungis horft á tónleikana í myndlykli Símans. Þú einfaldlega velur þann möguleika sem hentar þér í kaupferlinu á Tix.

 • Hlekkur á streymi

  Hlekkur á streymi er senalive.is/bo-streymi

   

  Þú getur annað hvort smellt á Sækja miða strax að kaupferli loknu eða sótt kóðann í kvittuninni sem þú færð senda frá [email protected]

  Kóðinn þinn er í miðanum (PDF skjal)

  Sækja miða úr kvittun í tölvupósti:

  Þú þarft að smella á Sækja miða neðst í póstinum.

  Næst þarftu að smella aftur á Sækja miða.

  Til að virkja kóðann fyrir streymi:

 • English

  English

  Björgvin Halldórsson is one of Iceland’s most cherished musicians and during career spanning over five decades had a hand in shaping Icelandic pop music as we know it. Björgvin’s 70th birthday is on April 16th and he will celebrate this special day with a concert live from Borgarleikhúsið.

  Björgvin’s long list of musical accomplishments has had a profound effect on many, not only in Iceland but all over the world. At his birthday show he will go over his entire career with music, pictures, and video. He’ll be supported by a hand picked band, backing singers and very special guests.

  The concert will be available through pay per view and is open to everyone globally. 

  The concert starts at 20:00 GMT.

  1. Click “Buy Tickets” on here.
  2. Click “Bó 70 – Streymi”
  3. Choose how many tickets you need (you only need one ticket for each screen) and click “Find Tickets”
  4. Complete the purchase journey
  5. Click “Get tickets” immediately  or if you want to do this later check your e-mail inbox for your ticket confirmation from [email protected] (if it does not arrive please check your spam folder) and click “Get tickets” and then “Get tickets” again on the website that opens.
  6. Your code is in line three on your ticket.
  7. Go to www.senalive.is/bo-streymi
  8. Click “Innleysa kóða” (Redeem Code)
  9. Enter your code in the dialog box. You’re done!
 • Efnisskrá

  Efnisskrá

  1  ÞÓ LÍÐI ÁR OG ÖLD

  Lag: M. Brown, B. Galilli, T. Sarasone 

  Texti: Kristinn Vilhjálmsson (Hrafn Gunnlaugsson)

  Söngur: Björgvin Halldórsson

     

  MEÐ ÞÉR

  Lag og texti: Bubbi Mortens

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  3  ÉG ER ENNÞÁ ÞESSI ASNI

  Lag: Björgvin Halldórsson 

  Texti: Jónas Friðrik Guðnason

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  4  TVÆR STJÖRNUR

  Lag og texti: Megas

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  5  MÁNINN LOKKAR

  Lag: Randy Newman

  Texti: Björgvin Halldórsson

  Söngur: Björgvin Halldórsson og KK

   

  6  ÞJÓÐVEGURINN

  Lag og texti: Magnús Eiríksson

  Söngur: Kristján Kristjánsson KK

   

  7  UNDIR STÓRASTEINI

  Lag: Jón Múli Árnason

  Texti: Jónas Árnason

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  8  EINA ÓSK

  Lag og texti: Jóhann G. Jóhannsson

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  9  SÖNN ÁST

  Lag og texti: Magnús Eiríksson

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  10  ÉG SÉ ÞIG

  Lag og texti: Einar Bárðarson

  Söngur: Jóhanna Guðrún

   

  11  ÞIG DREYMIR KANNSKI ENGIL

  Texti: Jónas Friðrik Guðnason

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  12  ÉG FANN ÞIG

  Lag: Amerískt þjóðlag

  Texti: Jón Sigurðsson

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  13  Í FJARLÆGÐ

  Lag: Karl O. Runólfsson

  Texti: Valdimar Hólm Hallstað

  Söngur: Björgvin Halldórsson og Friðrik Ómar

   

  14  VETRARSÓL

  Lag: Gunnar Þórðarson

  Texti: Ólafur Haukur Símonarson

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  15  MINNING

  Lag: Bob Dylan

  Íslenskur texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  16  ÉG LIFI Í DRAUMI

  Lag: Eyjólfur Kristjánsson

  Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  17  HAMINGJAN

  Lag: Bob Merrill

  Texti: Þorsteinn Eggertsson

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  18  YOU BELONG TO ME

  Lag og texti: Pee Wee King, Redd Stewart & Chilton Price

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  19  ÉG ER AÐ TALA UM ÞIG

  Lag og texti: Jóhann G. Jóhannsson

  Söngur: Björgvin Halldórsson og GDRN

   

  20  SKÝIÐ

  Lag: Björgvin Halldótsson

  Texti: Vilhjálmur Vilhjálmsson

  Söngur: GDRN

   

  21  ÆVINTÝRI

  Lag: Wayne Campbell 

  Texti: Ómar Ragnarsson

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  22  ROCK ‘N’ ROLL ÖLL MÍN BESTU

  Lag: K. Johnson

  Texti: Þorsteinn Eggertsson

  Söngur: Björgvin Halldórsson

   

  23  ÉG SKAL SYNGJA FYRIR ÞIG                

  Lag: G. Skerlow, P. Molinary

  Texti: Jónas Friðrik Guðnason

  Söngur: Svala

  24  DAGAR NÆTUR

  Lag: Jóhann G. Jóhannsson

  Söngur: Björgvin Halldórsson og Svala

  25  VERTU EKKI AÐ PLATA MIG / RIDDARI GÖTUNNAR

  Lag: Björgvin Halldórsson

  Texti: Björgvin Halldórsson og Þórhallur Sigurðsson

  Söngur: Björgvin Halldórsson, Regína og Jóhanna

   

  26  GULLVAGNINN

  Lag: Trad Arr. Þ.Baldursson, B. Halldórsson

  Texti: Jónas Friðrik Guðnason

  Söngur: Björgvin Halldórsson og gestir

 • Textar

  Textar

  1 ÞÓ LÍÐI ÁR OG ÖLD

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Alltaf þrái ég þig heitt
  Þó líði ár
  Í heiminum getur ei neitt
  Þerrað mín tár

  Þó líði ár og öld
  Er ást mín ætíð ætluð þér
  Þó gleymir þú í heimsins glaum
  Öllu um mig
  Ég elska þig

  Í svefni sem vöku
  Sé ég þig
  Brosandi augun þín
  Yfirgefa ei mig

  Þó líði ár og öld
  Er ást mín ætíð ætluð þér
  Þó gleymir þú í heimsins glaum
  Öllu um mig
  Ég elska þig

  Þó líði ár og öld
  Er ást mín ætíð ætluð þér
  Þó gleymir þú í heimsins glaum
  Öllu um mig
  Ég elska þig

  Svo flykkjast árin að
  Og allt er breytt
  Í minningunni brenna þó
  Augun þín heit

  Þó líði ár og öld
  Er ást mín ætíð ætluð þér
  Þó gleymir þú í heimsins glaum
  Öllu um mig
  Ég elska þig
  Þó líði ár og öld
  Er ást mín ætíð ætluð þér
  Þó gleymir þú í heimsins glaum
  Öllu um mig
  Ég elska þig
  Ég elska þig….

  2 MEÐ ÞÉR

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Sérðu ekki við fæddumst
  til að standa hlið við hlið
  og halda út á veginn saman
  og líta aldrei við.
  Með þér vil ég verða gamall
  og ganga lífsins veg
  með þér er líf mitt ríkara –
  með þér er ég bara ég.

  Menn segja ég sé breyttur
  og syngi um börnin og þig
  ég syng um það sem skiptir máli
  aðeins fyrir mig.
  Eitt mátt þú vita – ég elska þig
  meira en lífið sjálft
  ég trúi án þín mitt líf væri
  hvorki heilt né hálft

  Með þér er vorið yndislegt
  og sumarið dýrðin ein.
  Með þér er haustið göngutúr
  og ævintýri undir stein.
  Með þér er veturinn kertaljós
  koss og stök rós.

  Sérðu ekki við fæddumst
  til að standa hlið við hlið
  og halda út á veginn saman
  og líta aldrei við.
  Með þér vil ég verða gamall
  og ganga lífsins veg
  með þér er líf mitt ríkara –
  með þér er ég bara ég.

  Með þér er vorið yndislegt
  og sumarið dýrðin ein.
  Með þér er haustið göngutúr
  og ævintýri undir stein.
  Með þér er veturinn kertaljós,
  koss og stök rós.

  Með þér er vorið yndislegt
  og sumarið dýrðin ein.
  Með þér er haustið göngutúr
  og ævintýri undir stein.
  Með þér er veturinn kertaljós,
  koss og stök rós.

  3 ÉG ER ENNÞÁ ÞESSI ASNI

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Í vöku og draumi,
  þú verður í huga mér,
  sú ein sem af öllum ber
  og engin skyldi keppa við.

  Í blíðu og stríðu,
  er baráttan helguð þér,
  og gatan svo greiðfær er,
  ef gengur þú við mína hlið.

  Á ferð gegnum lífið,
  svo fjölmargt að höndum ber,
  en eitt þó við eigum hér,
  sem ekki virðist haggast neitt.

  Nú húmar að kveldi,
  ég horfi í augu þér,
  já mikið það undur er,
  hvað árin hafa litlu breytt.

  Hún er enn sem fyrr,
  ekkert getur haggað því,
  þessi gamla ást,
  sem alltaf verður fersk og ný.

  Þú ert stelpan sem
  eitt indælt kvöld,
  kysstir unglingsræfil sem var alveg frá.
  Ég er ennþá þessi
  asni sem þú kysstir þá.

  Hún er enn sem fyrr,
  ekkert getur haggað því,
  þessi gamla ást,
  sem alltaf verður fersk og ný.

  Þú ert stelpan sem
  eitt indælt kvöld,
  kysstir unglingsræfil sem var alveg frá.
  Ég er ennþá þessi
  asni sem þú kysstir þá.
  Já ég er ennþá þessi
  asni sem þú kysstir þá.

  4 TVÆR STJÖRNUR

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Tíminn flýgur áfram
  og hann teymir mig á eftir sér
  og ekki fæ ég miklu ráðið
  um það hvert hann fer.
  En ég vona bara að hann hugsi
  svolítið hlýlega til mín
  og leiði mig á endanum
  aftur til þín.
  Ég gaf þér forðum keðju
  úr gulli um hálsinn þinn,
  svo gleymdir þú mér ekki
  í dagsins amstri nokkurt sinn.
  Í augunum þínum svörtu
  horfði ég á sjálfan mig um hríð
  og ég vonaði að ég fengi bara að
  vera þar alla tíð.
  Það er margt sem angrar
  en ekki er það þó biðin
  Því ég sé það fyrst á rykinu,
  hve langur tími er liðin.
  Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum
  sem skiptir öllu máli.
  Því að nóttin mín er dimm og ein
  og dagurinn á báli.
  Já, og andlitið þitt málað.
  Hve ég man það alltaf skýrt,
  augnlínur og bleikar varir,
  brosið svo hýrt.
  Jú ég veit vel, að ókeypis
  er allt það sem er best,
  En svo þarf ég að greiða dýru verði
  það sem er verst.
  Ég sakna þín í birtingu
  að hafa þig ekki við hlið mér
  og ég sakna þín á daginn
  þegar sólin brosir við mér.
  Og ég sakna þín á kvöldin
  þegar dimman dettur á.
  En ég sakna þín mest á nóttunni
  er svipirnir fara á stjá.
  Svo lít ég upp og sé við erum
  saman þarna tvær
  stjörnur á blárri festingunni
  sem færast nær og nær.
  Ég man þig þegar augu mín
  eru opin, hverja stund.
  En þegar ég nú legg þau aftur,
  fer ég á þinn fund.

  5 MÁNINN LOKKAR

  Söngur: Björgvin Halldórsson og KK

  Máninn okkar blái lokkar
  Á næturhimni skín hann skært
  Við vitum það sum
  að máninn hann mun
  Vísa leið til þess
  sem er þér kært.
  Bláir skuggar berast nær
  Óli lokbrá fer á stjá í nótt.
  Öll litlu dýrin eru komin í hús
  Við skulum gefa þeim knús.
  Dreymi ykkur vel og sofið nú rótt
  Svífið draumar

  Bamm bamm bamm bamm
  Bláir skuggar berast nær
  Næturandblær kyssir þínar tær
  Allir þeir litlu strákar
  Sem sofa vært í nótt
  Dreymið ekkert ljótt

  Góða nótt
  Góða nótt strákar
  Góða nótt
  Dreymið ekkert ljótt

  6 ÞJÓÐVEGURINN

  Söngur: Kristján Kristjánsson

  Nú finn ég fiðringinn,
  ég fylli bílinn minn.
  Þar er að verki gamli ferðahugurinn
  Svo er ekið af stað
  og ekki áð um sinn.
  Ég ætla að glíma í allan dag
  við þjóðveginn.

  Ég tek minn poka og tjald,
  tek mitt veiðidót.
  Við tekur hamslaus keyrsla yfir
  urð og grjót.
  Og á áfangastað
  hvíld og gleði ég finn.
  Allan daginn hef ég glímt
  við þjóðveginn.

  Glímt við þjóðveginn,
  þessa grýttu braut.
  Glímt við þjóðveginn,
  gegnum dalanna skaut.

  Tjaldi upp að slá, fjöllin eru blá.
  Nú liggur ekki lengur lífið á.
  Má ég skríða hér inn,
  oní svefnpokann þinn?
  Því ég hef allan daginn glímt
  við þjóðveginn.

  Glímt við þjóðveginn,
  þessa grýttu braut.
  Glímt við þjóðveginn,
  gegnum dalanna skaut.

  Tjaldi upp að slá, fjöllin eru blá.
  Nú liggur ekki lengur lífið á.
  Má ég skríða hér inn,
  oní svefnpokann þinn?
  Því ég hef allan daginn glímt
  allan daginn glímt,
  því ég hef allan daginn glímt
  við þjóðveginn.

  7 UNDIR STÓRASTEINI

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Það var eitt sinn ógnarlítið stelpuhró
  Sem fór oft með
  mér fram að sjó
  Hún var klædd í ullarpeysu
  oná tær
  Með freknótt nef og fléttur tvær
  Saman tvö í fjörunni
  við undum okkur vel
  meðan kollan var að kafa
  eftir kuðungi og skel
  Og á kvöldin, þegar sólin
  sigin var,
  sátum við í næði bæði
  undir Stórasteini
  Þar sem hún í leyni
  Lagði vanga sinn
  Ósköp feimin uppvið vanga minn

  Síðan hef ég konur séð í Kaíró
  Á Mandalay, í Mexíkó;
  Líka þær sem Kyrrahafið kafa í
  Og eiga heima á Hava-í.
  Sumar klæddust híalíni
  þegar þeim var heitt
  En aðrar bara klæddust
  ekki Yfirleitt- í neitt.
  Alltaf samt í huga
  mér og hjarta bjó
  Hún sem klædd í ullarpeysu
  undir Stórasteini
  Forðum tíð í leyni
  Lagði vanga sinn
  Ósköp feimin uppvið vanga minn

  Sumar klæddust híalíni
  þegar þeim var heitt
  En aðrar bara klæddust
  ekki Yfirleitt- í neitt.
  Alltaf samt í huga
  mér og hjarta bjó
  Hún sem klædd í ullarpeysu
  undir Stórasteini
  Forðum tíð í leyni
  Lagði vanga sinn
  Ósköp feimin uppvið vanga minn

  8 EINA ÓSK

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Ef ég ætti eina ósk,
  veistu hvers ég myndi óska mér?
  Reyndu að giska á
  hvers eðlis þessi ósk mín er.
  Ef þú þekktir mig,
  þú mundir geta svarað því,
  þú mundir á mér sjá
  hvað það er sem mig langar í.
  Eina ósk, ég væri ekki í vafa hvers ég óskaði mér.
  Eina ósk, ég mundi enn á ný eyða nótt hjá þér.
  Eina ósk, því peninga og völd,
  nei það er af og frá.
  Eina ósk, ég vildi miklu fremur vera þér hjá.

  Alveg síðan fyrst,
  er augum hafði litið þig
  þá kviknaði sú von
  að þú myndir elska mig.
  Og ef ég ætti eina ósk,
  þá veistu hvers ég óska mér,
  þú hlýtur nú að sjá
  hvers eðlis óskin er.
  Tíminn er að líða,
  ég má aðeins bíða.
  Eina ósk, ég væri ekki í vafa hvers ég óskaði mér.
  Eina ósk, ég mundi enn á ný eyða nótt hjá þér.
  Eina ósk, því peninga og völd,
  nei það er af og frá.
  Eina ósk, ég vildi miklu fremur vera þér hjá.

  Eina ósk, ég væri ekki í vafa hvers ég óskaði mér.
  Eina ósk, ég mundi enn á ný eyða nótt hjá þér.
  Eina ósk, því peninga og völd,
  nei það er af og frá.
  Eina ósk, ég vildi miklu fremur vera þér hjá.
  Eina ósk, ég væri ekki í vafa hvers ég óskaði mér.
  Eina ósk, ég mundi enn á ný eyða nótt hjá þér.
  Eina ósk, því peninga og völd,
  nei það er af og frá.
  Eina ósk, ég vildi miklu fremur vera þér hjá.

  9 SÖNN ÁST

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Þó margt ég hafi séð
  og furðu mikið skeð
  fyrir okkar fyrstu kynni
  tel ég ekki með
  tíkalls virði af litlum ævintýrum
  hér og þar
  Freistingarnar biðu okkar
  svo til allstaðar

  Hjartað segir til
  ef ástin kemst í spil
  Hvað skeði á milli okkar enn í
  dag ég ekki skil
  Eldur fór um æðar mér og langar
  leiðir sást
  að ég hafði fundið þessa einu
  sönnu ást

  Eldur fór um æðar mér og langar
  leiðir sást
  að ég hafði fundið þessa einu
  sönnu ást

  Hugsar hver um sig,
  þú sagðir bless við mig
  Jafnvel sjálfur fjandinn hefði ekki stöðvað þig
  Eftir að þú fórst, þá hef ég reynt
  hvað er að þjást
  Var hún máske ímyndun
  þessi eina sanna ást

  Eftir að þú fórst, þá hef ég reynt hvað er að þjást
  Var hún máske ímyndun
  þessi eina sanna ást
  Var hún máske ímyndun
  þessi eina sanna ást

  Eftir að þú fórst, þá hef ég reynt hvað er að þjást
  Var hún máske ímyndun
  þessi eina sanna ást
  Var hún máske ímyndun
  þessi eina sanna ást

  10 ÉG SÉ ÞIG

  Söngur: Jóhanna Guðrún

  Þarna ertu komin, bíður eftir mér
  ennþá ég finn fyrir þér
  innst innan í mér
  í þér sé ég ljósið ég finn tilganginn
  á hjá skýli og geymi þar fjársjóðinn.
  Og þegar þokan læðist upp að mér
  vil ég aldrei þurfa að sleppa þér.

  Ég sé þig í myrkri,
  ég sé þig í móðu
  sé í gegnum tárin
  ég sé heim til þín
  ó ég sé í þér hjartað
  ég sé hvað þig langar
  ég sé á þér vængi
  sem bera þig til mín.

  Í leit minni um lífið,
  lífsins förunaut
  leiddist ég allsendist óvænt inn á þína braut
  í þér fann ég ljósið
  ég fann tilganginn
  og á hjá þér skýli og geymi þar fjarsjóðinn.
  Og þegar þokan læðist upp að mér
  finn ég að ég þurfi að fylgja þér.

  Ég sé þig í myrkri,
  ég sé þig í móðu
  sé í gegnum tárin
  ég sé heim til þín
  ó ég sé í þér hjartað
  ég sé hvað þig langar
  ég sé á þér vængi
  sem bera þig til mín.

  Mér finnst alltaf best að vera hér
  liggja hérna einn með þér
  finna það hvað lífið verður ljúft
  ef þú ert hér hjá mér.

  Ég sé þig í myrkri,
  ég sé þig í móðu
  sé í gegnum tárin
  ég sé heim til þín
  ó ég sé í þér hjartað
  ég sé hvað þig langar
  ég sé á þér vængi
  sem bera þig til mín.
  Ég sé þig í myrkri,
  ég sé þig í móðu
  sé í gegnum tárin
  ég sé heim til þín.

  11 ÞIG DREYMIR KANNSKI ENGIL

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Með nætureld í blóði
  og endalausa þrá
  til leiks og ævintýra,
  sem lífið kallar á

  Og hvar sem vegir liggja
  sú vissa fylgir þér:
  Hér vakir þetta hverfi
  sem veit hver maður er

  Þig dreymir kannski engil
  sem óvænt svífur hjá,
  með silfurskæra vængi
  er varla flugi ná

  Einn dag að tæmdri flösku
  er tíminn orðinn nýr
  Og engin veit það lengur
  hvar ævintýrið býr

  Þitt óráð leitar handfangs
  á hurð sem enginn sér
  Hér vakir enginn framar
  sem veit hver maður er

  Þig dreymir kannski engil
  sem óvænt svífur hjá,
  með silfurskæra vængi
  er varla flugi ná

  Og ungar heitar raddir,
  með ögrun heilsa þér
  og unaðshreimi hvísla þetta stef:
  Come on over, my cool baby
  roll me over
  you sweet hound dog

  Þig dreymir kannski engil
  sem óvænt svífur hjá,
  með silfurskæra vængi
  er varla flugi ná

   

  12 ÉG FANN ÞIG

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Ég hef allt líf mitt leitað að þér
  Leitað og spurt
  sértu það eða hér
  Því ég trúði að til værir þú
  Trúði og ég á þig nú

  Loksins ég fann þig
  líka þú sást mig
  Ljóminn úr brúnu augunum skein
  Haltu mér fast, í hjarta þér veistu
  Að hjá mér er aðeins þú ein.

  Sá ég þig fyrst um sólgullið kvöld
  Sá þig og fann
  að hjá mér tókstu völd
  Því hjá þér ég hvíld finn og frið
  Ferð mín er bundin þig við

  Loksins ég fann þig
  líka þú sást mig
  Ljóminn úr brúnu augunum skein
  Haltu mér fast, í hjarta þér veistu
  Að hjá mér er aðeins þú ein.

  Loksins ég fann þig
  líka þú sást mig
  Ljóminn úr brúnu augunum skein
  Haltu mér fast, í hjarta þér veistu
  Að hjá mér er aðeins þú ein.

  Loksins ég fann þig
  líka þú sást mig
  Ljóminn úr brúnu augunum skein
  Haltu mér fast, í hjarta þér veistu
  Að hjá mér er aðeins þú ein.

  13 Í FJARLÆGÐ

  Söngur: Björgvin Halldórsson og Friðrik Ómar

  Þig sem í fjarlægð
  fjöllin bak við dvelur
  og fagrar vonir tengdir líf mitt við,
  minn hugur þráir
  hjartað ákaft saknar,
  er horfnum stundum
  ljúfum dvel ég hjá.

  Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
  Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber?
  Þú fagra minning
  eftir skildir eina,
  sem aldrei gleymi
  meðan lífs ég er.

  Þig sem í fjarlægð
  fjöllin bak við dvelur
  og fagrar vonir tengdir líf mitt við,
  minn hugur þráir
  hjartað ákaft saknar,
  er horfnum stundum
  ljúfum dvel ég hjá.

  Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
  Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber?
  Þú fagra minning
  eftir skildir eina,
  sem aldrei gleymi
  meðan lífs ég er.

  14 VETRARSÓL

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Hvers virði er
  allt heimsins prjál
  ef það er enginn hér
  sem stendur kyrr
  er aðrir hverfa á braut,
  sem vill þér jafnan vel
  og deilir með þér gleði og sorg
  Þá áttu minna en ekki neitt
  ef þú átt engan vin

  Hvers virði er
  að eignast allt
  í heimi hér,
  en skorta þetta eitt,
  sem enginn getur keypt?
  Hversu ríkur sem þú telst,
  hversu fullar hendur fjár,
  þá áttu minna en ekki neitt,
  ef þú átt engan vin

  Það er komin vetrartíð,
  með veður köld og stríð
  Ég stend við gluggann,
  myrkrið streymir inn í huga minn
  þá finn ég hlýja hönd,
  sál mín lifnar við,
  eins og jurt sem stóð í skugga,
  en hefur aftur litið ljós,
  mín vetrarsól

  Hvers virði er
  allt heimsins prjál
  ef það er enginn hér
  sem stendur kyrr
  er aðrir hverfa á braut,
  sem vill þér jafnan vel
  og deilir með þér gleði og sorg
  Þá áttu minna en ekki neitt
  ef þú átt engan vin

  Það er komin vetrartíð,
  með veður köld og stríð
  Ég stend við gluggann,
  myrkrið streymir inn í huga minn
  þá finn ég hlýja hönd,
  sál mín lifnar við,
  eins og jurt sem stóð í skugga,
  en hefur aftur litið ljós,
  mín vetrarsól

  15 MINNING

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Sumir hverfa fljótt úr heimi hér
  skrítið stundum hvernig lífið er
  eftir sitja margar minningar
  Þakklæti og trú

  þegar eitthvað virðist þjaka mig
  þarf ég bara að sitja og hugsa um þig
  þá er eins og losni úr læðingi
  lausnir öllu við

  Þó ég fái ekki að snerta þig
  veit ég samt að þú ert hér
  Og ég veit að þú munt elska mig
  geyma mig og gæta hjá þér

  Og þó ég fengi ekki að þekkja þig
  þú virðist alltaf getað huggað mig
  það er eins og þú sért hér hjá mér
  og leiðir mig um veg

  Þó ég fái ekki að snerta þig
  veit ég samt að þú ert hér
  og ég veit að þú munt elska mig
  geyma mig og gæta hjá þér (rödd)

  Og þegar tími minn á jörðu hér,
  liðinn er þá er ég burtu fer
  þá ég veit að þú munt vísa veg
  og taka á móti mér

  16 ÉG LIFI Í DRAUMI

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Ég lifi í draumi
  dreg hvergi mörkin dags og nætur
  sveiflast aðeins ósjálfrátt
  Í hægum gangi,
  á fullt í fangi með að finna það
  sem oftast reynist öfug átt

  Það er líkt og ég sé laus
  úr öllum viðjum
  lentur hringsólandi á vegi miðjum
  Ég lifi í draumi
  dreg hvergi mörkin dags og nætur
  sveiflast aðeins ósjálfrátt

  Ég lifi í tómi
  tek engan þátt í trylltum dansi
  fólksins allt í kringum mig
  Aleinn á randi,
  veit að minn vandi er að vera þar
  sem enginn getur áttað sig

  Það er líkt og sé lagstur út í bili
  leitandi að bát á réttum kili
  Ég lifi í tómi, tek engan þátt í trylltum dansi
  fólksins allt í kringum mig

  Ég lifi í veröld,
  veit ekki hvaðan vindar þjóta
  en þeir fara framhjá mér
  Einskonar fangi á víðavangi
  eða varnarlaus
  gegn því sem er á meðan er

  Það er líkt og ég sé lamaður af ótta
  Líf mitt rennur burt á hröðum flótta
  Ég lifi í veröld
  veit ekki hvaðan vindar þjóta
  en þeir fara framhjá mér

  17 HAMINGJAN

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Þegar Guð var ungur, var enginn heimur
  aðeins niðdimm nóttin, og nakinn geimur,
  svo bjó hann til heim úr heilmiklu
  og slatta af hamingju.
  Hann skóp fugla og fé, fiska, blóm og tré
  stjörnur, tungl og sól, himinn ský og pól
  síðan fegurðina og kærleikann
  loks kom hamingjan.
  Ó hamingjan
  hún var best af öllu sköpunarverkinu
  blandað fegurð, ást og góðmennsku
  varð af skærri, tærri hamingju.
  En hamingjan er ei öllum gefin
  Fremur en skýra gull
  en með viljastyrk
  verður veröldin full af hamingju.

  Hamingjan…

  Er í Paradís Adam Evu sá,
  birtist hamingjan þeim báðum hjá.
  Svo kom græðgin upp eplið tældi hann
  en þá hvarf hamingjan
  yfir fugla og fé, fiska blóm og tré
  stjörnur, tungl og sól, himinn ský og pól
  breiddist græðgin út mjög hratt
  hamingjuna batt.
  Og hamingjan
  hún var best af öllu sköpunarverkinu
  blandað fegurð, ást og góðmennsku
  varð af skærri, tærri hamingju.
  En hamingjan er ei öllum gefin
  fremur en skýra gull
  en með viljastyrk
  verður veröldin full af hamingju.

  Hamingjan…

  Liðu þúsund ár og loks fæddumst við
  og nú hef ég þig alltaf mér við hlið
  og það veitir mér sanna ánægju
  óskipta hamingju
  Núna fugla og fé, fiska blóm og tré
  stjörnur, tungl og sól, himinn ský og pól
  get ég metið manna mest
  en samt ertu best
  Og hamingjan
  hún var best af öllu sköpunarverkinu
  blandað fegurð, ást og góðmennsku
  varð af skærri, tærri hamingju.
  En hamingjan er ei öllum gefin
  og ef hún birtist þér
  Þá skaltu ekki sleppa takinu
  á hamingju.

  18 YOU BELONG TO ME

  Söngur: Björgvin Halldórsson & Krummi

  See the pyramids along the Nile
  Watch the sun rise on a tropic isle
  Just remember, darling, all the while
  You belong to me
  See the marketplace in old Algiers
  Send me photographs and souvenirs
  But remember when a dream appears
  You belong to me
  I’ll be so alone without you
  Maybe you’ll be lonesome too… and blue
  Fly the ocean in a silver plane
  Watch the jungle when it’s wet with rain
  Just remember till you’re home again
  You belong to me

  I’ll be so alone without you
  Maybe you’ll be lonesome too …
  and blue
  Fly the ocean in a silver plane
  Watch the jungle when it’s wet with rain
  Just remember till you’re home again
  You belong to me

  Just remember till you’re home again
  You belong to me

  19 ÉG ER AÐ TALA UM ÞIG

  Söngur: Björgvin Halldórsson og GDRN

  Sumt fólk
  hefur eitthvað sérstakt við sig
  sem virkar þannig
  að það heillar þig
  Slíkt fólk, þú tekur eftir því
  hvar sem það fer

  Og einmitt um daginn
  mig henti þá
  að ókunna stúlku
  mér litið varð á
  En þá gerðist eitthvað sérstakt
  inni í mér

  Ég er að tala um þig
  Ég tala um þig
  Þessi stúlka ert þú
  Þú, þú, þú

  Manstu þegar ég bauð þér fyrst út?
  Er ég yrti á þig þú hrökkst í kút
  Svolítið smeyk
  en á endanum
  þú samþykktir það

  og nú finnst mér
  eins og við höfum ávallt þekkst
  Það hefur eitthvað stórfenglegt
  gerst
  Eitthvað sem fyrir mér
  hefur breytt stund og stað

  Ég er að tala um þig
  Ég tala um þig
  Þessi stúlka ert þú
  Þú, þú, þú

  Ef hægt er að segja um nokkurn mann
  að ástina hann fann, þá er það ég
  Allt sem snertir þig
  það á svo vel við mig
  Mér finnst þú stórkostleg
  Ég er að tala um þig
  Ég tala um þig
  Þessi stúlka ert þú
  Þú, þú, þú
  Ég er að tala um þig
  Ég tala um þig
  Þessi stúlka ert þú
  Þú, þú, þú

  20 SKÝIÐ

  Söngur: GDRN

  Mín leiðin löng er síðan
  ég lagði upp í ferð
  Ég er ei efnismikill
  ekki lengi verð

  Vertu fljótur vinur
  Ég veitt get svör við því
  sem viltu fá að vita
  um veðurofsans gný

  Vertu ei spar að spyrja
  en spjara vel þinn hug
  Flýt þér áður feykja
  mér farvindar á bug

  Mín bíður eitt það besta
  banamein á jörð
  Að leysast upp í læðing
  er litar tímans svörð

  Vertu ei spar að spyrja
  en spjara vel þinn hug
  Flýt þér áður feykja
  mér farvindar á bug

  Vertu ei spar að spyrja
  en spjara vel þinn hug
  Flýt þér áður feykja
  mér farvindar á bug

  21 ÆVINTÝRI

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Sja – la – la – la – la
  Ævintýri enn gerast
  Sja – la – la – la – la
  Ævintýri enn gerast

  Áður þá oftast álfar og tröll
  í ævintýrum unnu verk snjöll
  En stúlkan sem ég elska og eina kýs,
  inn í líf mitt kom eins og álfadís

  Sja – la – la – la – la
  Ævintýri enn gerast
  Sja – la – la – la – la
  Ævintýri enn gerast

  Æska og yndi, ástir og víf
  er ævintýri unaðslegt líf
  Í framtíðinni þegar fjörið dvín,
  þá förum við til tunglsins upp á grín
  Sja – la – la – la – la
  Ævintýri enn gerast
  Sja – la – la – la – la
  Ævintýri enn gerast
  Sja – la – la – la – la
  Ævintýri enn gerast
  Sja – la – la – la – la
  Ævintýri enn gerast
  Sja – la – la – la – la
  Ævintýri enn gerast

  22 ROCK N ROLL ÖLL MÍN BESTU

  Söngur: Björgvin Halldórsson

  Ég man ennþá er ég keypti fyrsta gítargarminn minn,
  þá fór ég með hann út í bílskúr og ég æfði mig um sinn.
  Allir heima þurftu’að hlusta hundrað sinnum á mín lög.
  Mömmu sagði ég að seinna meir ég yrði frægur mjög.
  Ég keypti allar Bítlaplöturnar
  og hermdi eftir Paul,
  já ég fyllti allt af plötum
  það fór allt í handaskol.
  Og ég sat við plötuspilarann
  og stældi sérhvern tón,
  alla poppara ég dáði
  og reyndi að líkjast þeim í sjón.
  Ó, rock ‘n roll ég gefið hef þér
  öll mín bestu ár,
  allt það besta er þú bauðst upp á
  ég kunni upp á hár.
  Heilu dagana ég sat og samdi
  ástarljóð til þín,
  þó þú breyttist dag frá degi
  og villtir mönnum sýn.
  Þú mátt ei lá mér
  að ég reyndi að ná þér.
  Árið sextíu og níu
  þegar Trúbrot var og hét
  þá ég elti þá á röndum
  án mín fóru þeir ei fet.
  Og ég samdi marga söngva um
  rotið gerviþjóðfélag.
  Viss um að ég myndi slá í gegn
  einn góðan veðurdag.
  Ó, rock ‘n roll ég gefið hef þér öll mín bestu ár,
  allt það besta er þú bauðst upp á
  ég kunni upp á hár.
  Og ég spilaði með hljómsveitum sem vegsömuðu þig,
  þó þú breyttist dag frá degi og lékir bara á mig.
  Þú mátt ei lá mér
  að ég reyndi að ná þér.
  Loks ég taldi mig það góðan
  að ég fór að starfa einn,
  fékk mér umboðsmann sem skildi mig
  og virtist hreinn og beinn.
  Og hann átti sand af seðlum
  var með sambönd út um allt
  og við ræddum mína framtíð
  það var bæði klárt og snjallt.
  Og svo fórum við til London
  gistum tvö hundruð hótel.
  Jafnan plötufyrirtæki tóku okkur ekki vel.
  Mér var sagt ég hefði ekki hæfileika, með það heim ég flaug.
  En nú veit ég að frægðarbrautin
  er víst ekkert spaug.
  Ó, rock ‘n roll ég gefið hef þér
  öll mín bestu ár,
  allt það besta er þú bauðst upp á
  ég kunni upp á hár.
  En nú á ég engan gítar því mér reynslan hefur kennt,
  Að ég er sem milljón unglingar,
  á það var mér bent
  Þú mátt ei lá mér að ég reyndi að ná þér.
  Ó, rock ‘n roll ég gefið hef þér
  öll mín bestu ár,
  allt það besta er þú bauðst upp á
  ég kunni upp á hár.
  Heilu dagana ég sat og samdi ástarljóð til þín,
  Þótt þú breyttist dag frá degi
  og villtir mönnum sýn.
  Þú mátt ei lá mér
  að ég reyndi að ná þér.

  23 ÉG SKAL SYNGJA FYRIR ÞIG

  Söngur: Svala

  Ég áði eina nótt
  en áfram stefnir leið
  Æ, geymum tregatár,
  ég aðeins tafði hér um skeið
  En ég er maður sviðs og söngva
  og ég syng þar sem menn borga
  Ég er ráðinn annarsstaðar
  annað kvöld

  Ég fæ kannski ekki fé um of,
  né frægðar hárrar nýt,
  en ég valdi forðum veg
  Þennan veg ég ganga hlýt
  Svo ef getur skaltu gleyma,
  vera glöð og reyna að dreyma
  að hamingja og ást þín bíði enn
  En þegar ástarsöngva syng ég,
  skal ég syngja fyrir þig
  Hvað sem aðrir í þeim finna
  átt þú einn að skilja mig
  Yfir fullan sal af fólki,
  þar sem freyðir gullið vín,
  gegnum haf af hundrað brosum
  mun ég horfa í augu þín

  Það kemur ætíð kveðjustund
  Ég kvatt hef fyrr en nú
  Því áfram liggur leið
  og þá leið ei ratar þú
  Það myndi seinna svíða meira,
  við mundum seinna skemma fleira
  Vertu sæll ég verð að fara nú

  En þegar ástarsöngva syng ég,
  skal ég syngja fyrir þig
  Hvað sem aðrir í þeim finna
  átt þú einn að skilja mig
  Yfir fullan sal af fólki,
  þar sem freyðir gullið vín,
  gegnum haf af hundrað brosum
  mun ég horfa í augu þín
  En þegar ástarsöngva syng ég,
  skal ég syngja fyrir þig
  Hvað sem aðrir í þeim finna
  átt þú einn að skilja mig
  Yfir fullan sal af fólki,
  þar sem freyðir gullið vín,
  gegnum haf af hundrað brosum
  mun ég horfa í augu þín
  En þegar ástarsöngva syng ég,
  skal ég syngja fyrir þig
  Hvað sem aðrir í þeim finna
  átt þú einn að skilja mig
  Yfir fullan sal af fólki,
  þar sem freyðir gullið vín,
  gegnum haf af hundrað brosum
  mun ég horfa í augu þín

  24. DAGAR-NÆTUR

  Söngur: Björgvin og Svala

  Dagar, nætur, vikur, mánuðir, ár,
  hamingjustundir, gleði, sorg og tár.
  Áfram, áfram fetar lífið sinn veg,
  er ekki tilveran hreint stórkostleg?

  Stundum er bjart í lífi hvers manns
  en fyrr en varir vitja sorgir hans.
  Við sjáum oft svo sterk dæmi um það
  að augnablikið breytir stund og stað.

  Dagar, nætur, vikur, mánuðir, ár,
  hamingjustundir, gleði, sorg og tár.
  Áfram, áfram fetar lífið sinn veg,
  er ekki tilveran hreint stórkostleg?

  Tíminn er fljót og bátur minn skel
  en för mín ræðst af hverju hafna og vel.
  Við lifum í dag en á morgun –hver veit,
  sérhver dagur –spurning –eilíf leit.

  Tímarnir líða, allt er breytingum háð,
  öll þróun ræðst af því sem til er sáð.
  Í dag þú finnur það sem leitað var að
  en svo á morgun kannski glatast það.

  Dagar, nætur, vikur, mánuðir, ár,
  hamingjustundir, gleði, sorg og tár.
  Áfram, áfram fetar lífið sinn veg,
  er ekki tilveran hreint stórkostleg?

  25 VERTU EKKI AÐ PLATA MIG / RIDDARI GÖTUNNAR

  Söngur: Björgvin Halldórsson, Regína, Jóhanna

  Ég sá hana á horninu á Mánabar,
  hún minnti mig á Brendu Lee.
  Ég skellti krónu’í djúkboxið,
  og hækkaði vel í því.
  Hún þagði bara’og lakkaði’á sér neglurnar
  og þóttist ekki taka’ eftir mér.
  Í hægðum mínum labbaði að
  borðinu og sagði hátt.
  Komdu með, ég bið þig,
  komdu með, ég vil þig.
  Ég vona að þú segir ekki nei við mig,
  því trúðu mér ég dái þig.
  Það eina sem skiptir máli
  er þú og ég.

  Vertu ekki að plata mig,
  þú ert bara að nota mig.
  Ég er ekki eins og allar stelpurnar
  sem hoppa’upp í bíla
  með hverjum sem er.

  Ó trúðu mér, ég er ekki að plata þig,
  kæra vina viltu treysta mér.
  Aðeins stjörnurnar á himninum,
  vita hvað í mínu hjarta býr.
  Ég myndi gera allt í veröldinni fyrir þig,
  ef þú aðeins vildir fylgja mér.
  Á drekanum við rennum niðrí bæ
  í fjórða gír
  (viðlag)
  Komdu með, ég bið þig,
  komdu með, ég vil þig
  Ég vona að þú segir ekki nei við mig,
  því trúðu mér ég dái þig.
  Það eina sem skiptir máli
  er þú og ég.
  Komdu með, ég bið þig,
  komdu með, ég bið þig.
  Ég vona að þú segir ekki nei við mig,
  því trúðu mér ég dái þig.
  Það eina sem skiptir máli

  er þú og ég.
  Rennur af stað ungi riddarinn,
  rykið það þyrlast um slóð.
  Hondan hans nýja er fákurinn,
  hjálmurinn glitrar sem glóð.
  Tryllir og tætir upp malbikið,
  titrar og skelfur allt hér.
  Reykmettað loftið þá vitið þið
  er riddari götunnar fer.

  Ég hef alltaf verið
  veik fyrir svona strák,
  sem geysist um á mótorfák,
  og hræðist ekki neitt.

  Aftan á hjóli hans situr snót,
  sú sem hann elskar í dag.
  Sýna þau hvort öðru blíðuhót
  og svíf’ inní kvöldsólarlag.

  Ég hef alltaf verið
  veik fyrir svona strák,
  sem geysist um á mótorfák,
  og hræðist ekki neitt.

  26 GULLVAGNINN

  Söngur: Björgvin Halldórsson og allir

  Ég bið þig, sendu nú vagninn þinn að sækja mig
  Já herra, sendu nú gullvagninn að sækja mig
  Gættu þín, geymdu mig,
  gefðu mér friðinn
  Langt hef ég farið og mig
  langar heim
  Lengi hef ég reikað þennan refilstig
  Rökkvar senn og þreytan er að buga mig
  Hvar fæ ég að halla mínu höfði nú?
  Herra, enginn getur bjargað, nema þú
  Ég bið þig, sendu nú vagninn þinn að sækja mig
  Já herra, sendu nú gullvagninn að sækja mig
  Gættu þín, geymdu mig,
  gefðu mér friðinn
  Langt hef ég farið og mig langar heim
  Líður þessi dagur senn og dimma fer,
  Djúpir eru skuggarnir sem þrengj´ að mér
  Hvar fæ ég að halla mínu höfði nú?
  Herra, enginn getur bjargað, nema þú
  Ég bið þig, sendu nú vagninn þinn að sækja mig
  Já herra, sendu nú gullvagninn að sækja mig
  Gættu þín, geymdu mig,
  gefðu mér friðinn
  Langt hef ég farið og mig langar heim
  Hvar fæ ég að halla mínu höfði nú?
  Herra, enginn getur bjargað, nema þú
  Gættu þín, geymdu mig,
  gefðu mér friðinn
  Langt hef ég farið og mig langar heim
  Ég bið þig, sendu nú vagninn þinn að sækja mig
  Já herra, sendu nú gullvagninn að sækja mig
  Gættu þín, geymdu mig,
  gefðu mér friðinn
  Langt hef ég farið og mig langar heim
  Ég bið þig, sendu nú vagninn þinn að sækja mig
  Já herra, sendu nú gullvagninn að sækja mig
  Gættu þín, geymdu mig,
  gefðu mér friðinn
  Langt hef ég farið og mig langar heim

 • Leiðbeiningar fyrir streymi

  Hér finnur þú hagnýtar upplýsingar um streymi og getur fundið lausnir við tæknilegum vandræðum.

  Algengt er að vandræði stafa af vöfrum í snjallsjónvörpum, eða óstöðugum nettengingum. Þú getur fundið lausnir við því hér fyrir neðan. Þú færð bestu niðurstöður með að tengja tölvu við sjónvarp með snúru, eða með því að varpa úr síma í snjallsjónvarp.

  Ef þú finnur ekki svarið sem þú ert að leita að hér, vinsamlegast sendu okkur skilaboð. Við erum allaf við á tónleikadag, fram að tónleikalokum.

  Besta leiðin til þess að horfa á tónleikana í gegn um streymi:

  1. Opna senalive.is/bo-streymi í snjallsíma eða spjaldtölvu og stimpla inn kóðann þinn
  2. Smella á „cast“ takkann í horninu á spilaranum, þá ætti að birtast listi yfir snjallsjónvarp, AppleTV, Chromecast og þess háttar á þínu heimili
  3. Velja tækið sem við á

  Cast takkinn lítur svona út:

  HVAR FINN ÉG KÓÐANN MINN?

  Þegar þú ert búin að kaupa miða á tix.is færðu sendan kóða á tölvupóstfangið þitt. Athugaðu að kóðinn er ekki pöntunarnúmerið, þú þarft að opna miðann sem fylgir tölvupóstinum og sjá kóðann hér:

  HLJÓÐ- EÐA MYND VANDAMÁL

  ÞAÐ HEYRIST EKKERT

  Kveikja þarf sérstaklega á hljóðinu. Þú getur gert það með að smella hér:

   

  SPILARINN BIRTIST EKKI

  Vafrinn sem þú ert að nota styður ekki við streymið, þú þarft að nota annan vafra. Ef um snjallsjónvarp er að ræða þarftu að kasta úr síma eða tölvu.

   

  STREYMIÐ HÖKTIR

  Vandamál með streymið stafar annað hvort af vandamáli með nettengingu eða vandamál með vafra.

  Sum snjallsjónvörp höndla streymi illa, við mælum með að þú varpir úr síma í sjónvarpið eða í Apple TV til að laga vandamálið. Þú finnur leiðbeiningar fyrir þitt sjónvarp hér að neðan undir „Snjallsjónvörp“ eða „Apple TV“.

  Ef það er ekki málið geturðu prófað annan vafra, t.d. Chrome, Safari, eða Firefox.

  Ef streymið höktir samt geturðu prófað að skipta yfir í 4G eða lækkað gæðin á streyminu í spilaranum. Athugið að það getur virkað vel að skipta yfir í 4G þó að nettenging sé vanalega mjög hröð, prófaðu streymið í síma á 4G og ef það höktir ekki þar er nettengingin vandamálið.

   

  ÉG ER AÐ VARPA ÚR SÍMA EN STREYMIÐ HÖKTIR SAMT

  Sumar nettengingar höndla illa streymið og það virkar oftast að skipta úr venjulegu neti yfir í 4G, þó að nettenging sé vanarlega mjög hröð. Ef tækið þitt er ekki með 4G geturðu búið til 4G hotspot í símanum og notað netið þar.

  Vandamálið getur líka verið vafrinn, prófaðu að skipta yfir í Chrome eða Safari.

   

  VILLBOÐ

  ÉG FÆ „TOO MANY ACTIVE SESSIONS“

  Það er búið að virkja kóðann á of mörgum stöðum. Þú þarft að fara í eitt af þremur tækjunum/gluggunum/flipunum þar sem kóðinn er virkur, smella neðst á takkann, og velja log out. Núna er kóðinn laus á ný.

  Ef það virkar ekki geturðu prófað eftirfarandi:

  • Prófaðu að gera „refresh“ á síðuna
  • Hreinsaðu cache og vafrakökur. (https://io.jackshoot.com/Uyg25n)
  • Farðu á síðuna með private/incognito glugga (https://io.jackshoot.com/NMFX4F)
  • Restartaðu tölvunni eða vélinni sem þú ert að nota
  • Prófaðu annan vafra (Chrome, Mozilla, Safari, Edge etc.).
  • Prófaðu að nota annað tæki
  • Tryggðu að þú sért ekki að nota VPN
  • Prófaðu aðra nettenginu eins og annan router eða 4G

   

  ÉG FÆ „INVALID CODE“

  Vertu viss um að þú sért ekki að setja inn pöntunarnúmerið þitt, sjá „hvar finn ég kóðann minn“ hér að ofan.

  Ef þú ert að setja kóðann í snjallsjónvarp og þú færð þessi villuboð, prófaðu í síma eða tölvu, það getur verið að vafrinn í snjallsjónvarpi styðji ekki svona streymi

   

  SNJALLSJÓNVÖRP

  ÉG ER AÐ NOTA VAFRA Í SNJALLSJÓNVARPI OG SPILARINN VIRKAR EKKI EÐA VIRKAR ILLA

  Hér eru leiðbeiningar fyrir nokkur vinsæl tæki, um hvernig á að varpa í snjallsjónvarp eða Apple TV:

  HVERNIG VARPA ÉG ÚR SÍMANUM Í SNJALLSJÓNVARPIÐ MITT?

  Vafrar í snjallsjónvörpum eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Við mælum með að þú prófir streymið áður en tónleikarnir hefjast til að athuga hvort það virki, og ef streymið höktir eða ef það virkar ekki mælum við með að þú horfir á tónleikana með því að kasta úr Chrome í síma, spjaldtölvu eða úr tölvu með t.d. Chromecast.

  Hér eru leiðbeiningar fyrir nokkur vinsæl tæki, um hvernig á að varpa í snjallsjónvarp eða Apple TV:

   

  APPLE TV

  HVERNIG HORFI ÉG Á TÓNLEIKANA MEÐ APPLE TV?

  Þú finnur leiðbeiningar á vef Apple, sjá hlekk:

  Airplay (Apple TV og iOS)

  Ef þú ert með Apple TV og Android síma geturðu prófað app á borð við AllCast.

   

  ÚTSENDING

  ÉG MISSTI AF BYRJUNINNI, GET ÉG BYRJAÐ UPP Á NÝTT?

  Nei það er ekki hægt, en þú getur horft á streymið í heild frá kl. 12 daginn eftir tónleikana.

   

  TÓNLEIKARNIR VORU AÐ KLÁRAST OG MIG LANGAR AÐ HORFA AFTUR EN ÞAÐ VIRKAR EKKI

  Þú getur einungis horft á tónleikana frá kl. 12 daginn eftir tónleikadag. Tónleikarnir eru ekki aðgengilegir strax og þeim lýkur, þú þarft að bíða til morguns, þá geturðu horft á tónleikana aftur að vild í 48 klst.

   

  ÉG GET EKKI HORFT Á TÓNLEIKANA Á TÓNLEIKADAG, GET ÉG HORFT Á ÞÁ SEINNA/ÞEGAR MÉR HENTAR?

  Tónleikarnir verða aðgengilegir í gegnum streymi í 48 klst eftir að þeim lýkur frá kl. 12 daginn eftir tónleika. Þú getur horft á þá á þessum tíma að vild.