Back arrow

Bó 70

Heima í stofu
16. apríl 2021

Miðaverð

Forsöluverð:
3.400 kr.
Forsöluverð:
0

Miðasala

Miðasala hefst í byrjun mars. Tilkynnt nánar innan skamms.

Skráning á póstlista: sena.is/postlistar

Björgvin Halldórsson er einn ástsælasti tónlistamaður okkar og hefur á sínum langa ferli átt stóran þátt í að móta íslenska dægurtónlist. Björgvin fagnar 70 ára afmæli 16. apríl næstkomandi og heldur upp á daginn með stórtónleikum heima í stofu hjá þér, í beinni frá Borgarleikhúsinu á sjálfum afmælisdeginum.

 Ljóst er að Björgvin á skrautlegan og sigursælan feril að baki, feril sem hefur snert ótal marga, ekki bara á Íslandi heldur víða um lönd. Á afmælistónleikum hans 16. apríl mun hann rifja upp ferilinn í tali, tónlist og myndum, dyggilega studdur af sérvalinni hljómsveit, bakröddum og sérstökum gestum.

GESTIR:

 • GDRN
 • Jóhanna Guðrún
 • KK
 • Krummi
 • Svala

BAKRADDIR:

 • Eyjólfur Kristjánsson
 • Friðrik Ómar
 • Regína Ósk

HLJÓMSVEIT:

 • Einar Scheving – Slagverk
 • Davíð Sigurgeirsson – Gítar
 • Friðrik Sturluson – Bassi
 • Jóhann Hjörleifsson – Trommur
 • Jón Elvar Hafsteinsson – Gítar
 • Sigurgeir Sigmunds – Stálgítar
 • Þórir Baldursson – Hammond
 • Þórir Úlfarssson – Píanó

Um er að ræða streymis og “pay per view” tónleika, sem þýðir að áhorfendur hvar sem er á Íslandi og um allan heim geta notið tónleikanna, eins og þeim hentar, þar sem þeim hentar.

 Sérstakt forsöluverð er aðeins 3.400 kr og aðeins þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili. Innan skamms tilkynnum við hvenær miðasala hefst.

+ Lestu meira

UM BJÖRGVIN 

Björgvin hefur á sínum langa ferli átt stóran þátt í að móta íslenska dægurtónlist. Tónlistarferill Björgvins hófst með hljómsveitinni Bendix í Hafnarfirði og hann var kjörinn Poppstjarna Íslands í Laugardalshöll árið 1969 aðeins 18 ára gamall með hljómsveitinni Ævintýri. Þá má segja að sannkallað Bjöggaæði hafi gripið unga fólkið. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um fjölda hljómplatna sem Björgvin hefur komið nærri, en fjöldi laga sem hann hefur sungið inn á plötur er um níuhundruð.

Þó líði ár og öld, fyrsta plata Björgvins, var gefin út sama ár en í kjölfarið kom Björgvin fram á tónleikum um allt land, tók þátt í söngvakeppnum í Tékkóslóvakíu, Írlandi og víðar. Hann gaf út dúettaplötuna Dagar og nætur með Ragnhildi Gísladóttur og festi sig í sessi sem einn áhrifamesti tónlistarmaður síns tíma. 

Árið 1987 kom út platan Jólagestir sem varð kveikjan að röð hljómplatna með þessu heiti og hinni vinsælu tónleikaröð Jólagestir Björgvins sem hefur glatt landann undanfarin 14 jól. Þar hafa flestir helstu söngvarar landsins komið fram en einnig fjöldi ungra söngvara því Björgvin er örlátur á sviðsljósið.

Björgvin hefur einnig gegnt margvíslegum störfum meðfram söngnum, meðal annars sem framleiðslustjóri hljómplatna, skemmtanastjóri, framkvæmdastjóri útvarpsstöðvarinnar Stjörnunnar, markaðsráðgjafi, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrlands, rödd Stöðvar 2 og margt fleira. 

Hann hefur leikið og sungið í leikritum, söngleikjum og kvikmyndunum Óðal feðranna, Gullsandur og Djöflaeyjan og tekið þátt í Eurovision-keppninni fyrir Íslands hönd.

Björgvin hefur haldið ótrauður áfram í gegnum árin; haldið tónleika, gefið út plötur, stofnað ódauðlegar hljómsveitir á borð við Brimkló, HLH Flokkinn, Ævintýri og Ðelónlí blú bojs og ekki má gleyma sigurför um Sovétríkin með hljómsveitinni Bo Halldorsson and the Diplomats.

Bók Gísla Rúnars um Björgvin, Bó & Co … með íslenskum texta, kom út 2001 og er löngu uppseld. Björgvin hefur verið viðfangsefni fjölmargra sjónvarpsþátta og í fyrra var heimildarmynd Sagafilm um hann, Maður sviðs og söngva, sýnd á RÚV.   

 • Hlekkur á streymi

  Hlekkur á streymi er senalive.is/bo-streymi

   

  Þú getur annað hvort smellt á Sækja miða strax að kaupferli loknu eða sótt kóðann í kvittuninni sem þú færð senda frá [email protected]

  Kóðinn þinn er í miðanum (PDF skjal)

  Sækja miða úr kvittun í tölvupósti:

  Þú þarft að smella á Sækja miða neðst í póstinum.

  Næst þarftu að smella aftur á Sækja miða.

  Til að virkja kóðann fyrir streymi:

 • English

  English

  Björgvin Halldórsson is one of Iceland’s most cherished musicians and during career spanning over five decades had a hand in shaping Icelandic pop music as we know it. Björgvin’s 70th birthday is on April 16th and he will celebrate this special day with a concert live from Borgarleikhúsið.

  Björgvin’s long list of musical accomplishments has had a profound effect on many, not only in Iceland but all over the world. At his birthday show he will go over his entire career with music, pictures, and video. He’ll be supported by a hand picked band, backing singers and very special guests.

  The concert will be available through pay per view and is open to everyone globally. 

  The concert starts at 20:00 GMT.

  1. Click “Buy Tickets” on here.
  2. Click “Bó 70 – Streymi”
  3. Choose how many tickets you need (you only need one ticket for each screen) and click “Find Tickets”
  4. Complete the purchase journey
  5. Click “Get tickets” immediately  or if you want to do this later check your e-mail inbox for your ticket confirmation from [email protected] (if it does not arrive please check your spam folder) and click “Get tickets” and then “Get tickets” again on the website that opens.
  6. Your code is in line three on your ticket.
  7. Go to www.senalive.is/bo-streymi
  8. Click “Innleysa kóða” (Redeem Code)
  9. Enter your code in the dialog box. You’re done!