Ítalski söngvarinn og einn ástsælasti tenór heims, Andrea Bocelli, heldur sögulega risatónleika í Kórnum laugardaginn 21. maí 2022. Bocelli er þekktur fyrir að vera með eina fallegustu rödd heims og hefur selt yfir 90 milljón plötur á heimsvísu. Hann átti þátt í því að færa sígilda tónlist í samtímann þar sem lögin hans hafa náð fyrsta sæti á öllum helstu topplistum heims. Celine Dion telur að ef guð hefði söngrödd, þá myndi hún hljóma eins og röddin hans Bocelli.
Kórnum í Kópavogi verður í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal og ásamt Bocelli kemur fram 70 manna sinfónuhljómsveit SinfoniaNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstakir gestir. Hér er um að ræða stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi, en samanborið við tónleika hans erlendis er um talsvert meiri nánd að ræða en víðast hvar annars staðar.
Tónleikarnir verða í tveim hlutum; fyrri hluti er sígildari og þar tekur hann þekktustu óperuaríurnar, en í seinni hluta tekur hann alla sína vinsælustu slagara.