Andrea Bocelli

Kórinn, Kópavogi

Sérstakur gestur: Jóhanna Guðrún
21 maí, 2022

Miðaverð

Platínum:
Gull:
Verðsvæði 1:
Verðsvæði 2:
Verðsvæði 3:
Verðsvæði 4:
35.990 kr.
29.990 kr.
24.990 kr.
19.990 kr.
18.990 kr.
12.990 kr.

Miðasala

  • VEGNA HERTRA TAKMARKANA ÞURFTI ÞVÍ MIÐUR AÐ FRESTA TÓNLEIKUNUM.
  • NÝR DAGUR ER LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022.
  • ALLIR MIÐAR ERU GILDIR ÁFRAM OG MIÐAHAFAR ÞURFA EKKERT AÐ GERA.
  • EF NÝJA DAGSETNINGIN HENTAR EKKI GETA MIÐAHAFARA FARIÐ FRAM Á ENDURGREIÐSLU.
  • ENDURGREIÐSLUBEIÐNIR ÞARF AÐ SENDA FYRIR 30. NÓVEMBER Á: INFO@TIX.IS

Ítalski söngvarinn og einn ástsælasti tenór heims, Andrea Bocelli, heldur sögulega risatónleika í Kórnum laugardaginn 21. maí 2022. Bocelli er þekktur fyrir að vera með eina fallegustu rödd heims og hefur selt yfir 90 milljón plötur á heimsvísu. Hann átti þátt í því að færa sígilda tónlist í samtímann þar sem lögin hans hafa náð fyrsta sæti á öllum helstu topplistum heims. Celine Dion telur að ef guð hefði söngrödd, þá myndi hún hljóma eins og röddin hans Bocelli. 

Kórnum í Kópavogi verður í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal og ásamt Bocelli kemur fram 70 manna sinfónuhljómsveit SinfoniaNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstakir gestir. Hér er um að ræða stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi, en samanborið við tónleika hans erlendis er um talsvert meiri nánd að ræða en víðast hvar annars staðar. 

Tónleikarnir verða í tveim hlutum; fyrri hluti er sígildari og þar tekur hann þekktustu óperuaríurnar, en í seinni hluta tekur hann alla sína vinsælustu slagara.

Andrea Bocelli sjóðurinn er stoltur af því að starfa með PLUS1 og renna 100 kr. af hverjum seldum miða í að styrkja og efla fólk og samfélög sem stríða við fátækt, ólæsi og þjáningar sökum sjúkdóma og samfélagslegrar útilokunar.

Nánar: www.plus1.org / www.andreabocellifoundation.org

Bocelli fæddist 1958 á bóndabæ foreldra sinna í smábænum Lajatico, innan um vínekrurnar í Pisa héraði á Ítalíu. Hann sýndi tónlist mikinn áhuga frá unga aldri, byrjaði að spila á píanó sex ára og svo seinna á flautu, saxafón og fleiri hljóðfæri. Að lokum fann hann röddina sína, sitt besta hljóðfæri. Hann hélt áfram að syngja meðfram námi í  Pisa og kláraði gráðu í lögfræði.

Árið 1994 kom Bocelli fyrst fram í óperu en þá var það Macbeth eftir Verdi og áður en árinu lauk var honum boðið að syngja fyrir páfann. Árið 1996 gaf hann út lagið Con te Partirò (og seinna meir kom lagið út í annari útgáfu ásamt Söruh Brightman undir nafninu Time to Say Goodbye) og mátti heyra lagið mikið spilað í öllum heimshornum. Hann gaf næst út plötuna Romanza sem sló öll met. Ferillinn  fór á flug og hefur verið sleitulaus sigurganga síðan þá.

Ferill Andrea Bocelli spannar nú einn fjórða úr öld og ber hæst 6 Grammy tilnefningar, 6 tilnefningar til Latin Grammy verðlauna, Golden Globe verðlaun og Óskarsverðlaunatilnefningu, milljónir platna seldar, heimstúrar og stjarna á Hollywood Walk of Fame. Hann hefur alltaf reynt að breiða út boðskap jákvæðni, vonar og þrautseigju. Tónlist hans hefur snert huga og hjörtu fólks djúpt um allan heim og með baráttu sinni í góðgerðarmálum, hefur hann verið röddin sem gefur heiminum rödd.

The Italian singer and one of the world’s most beloved tenor Andrea Bocelli will come to Iceland November 27th 2021 and hold a world class concert in Kórinn. Bocelli is known for having one of the most beautiful voices in the world and has sold over 90 million records globally. He played a big part in bringing classical music into the present and his songs have topped pop charts all over the world. Celine Dion has said, „If God would have a singing voice, He would sound a lot like Andrea Bocelli.“ 

Kórinn in Kópavogur will be transformed into a seated venue, only numbered seats will be available, and the atmosphere will be warm and welcoming. Sound, visuals and stage will be first class and Bocelli himself will perform with an orchestra, choir and many special guests. This will all create a unique and unforgettable experience for concert guests. About eight thousand seats will be available in six price categories which means that this will be the largest seated concert in Icelandic history, but still more intimate than many of his concerts abroad.

Andrea Bocelli released his album “Si Forever: The Diamond Edition” on November 8th 2019 and the record expands on his number one record “Si” with brand new duets featuring Grammy-nominated British singer-songwriter Ellie Goulding as well as a brand-new song featuring Jennifer Garner. After the release he toured the US and UK including two shows in Madison Square Garden. In 2019 “Si” was nominated for a Grammy for Best Traditional Pop Vocal Album.

The concert will have two parts; the first halve will focus on classical songs where he’ll perform all the most known operatic arias and the second part will feature all of his most popular hits.


ABOUT ANDREA BOCELLI

Bocellli was born on September 22, 1958 on his family’s farm in Lajatico, amongst the vineyards of the Pisan countryside. He showed music great interest from a very early age playing piano from the age of six, and later flute, saxophone and other instruments. Finally Andrea found his voice, his ideal instrument. He continued singing throughout his studies in Pisa and finished a law degree.

In 1994 Bocelli made his debut on the operatic stage in Verdi’s Macbeth and by that Christmas he was invited to sing before the Pope. In 1996 the song Con te Partirò (and it’s later arrangement as a duet with Sarah Brightman entitled Time to Say Goodbye) was heard in every corner of the world. He later released the album Romanza and broke all records. Bocelli’s career skyrocketed and hasn’t stopped since. 

Andrea Bocelli has a successful career spanning a quarter of a century with 6 Grammy Awards, 6 Latin Grammy Award nominations, a Golden Globe win and Oscar nomination, millions of records sold, world tours and a star in the Hollywood Walk of Fame. He has always been committed to spreading messages of positivity, hope and perseverance around the world. His music has touched the hearts and minds of people all over the world, and as a powerful social advocate, he has become the voice that gives a voice to the world.

Spurt & svarað - Andrea Bocelli

Tónleikarnir

Sérstakir hjólastólamiðar eru í boði

Miðinn kostar 12.990 kr. og einnig verður hægt að kaupa miða fyrir einn fylgdarmann á sama verði, 12.990 kr. Það eru nokkur hjólastólasvæði í boði. Til þess að kaupa hjólastólamiða þarf að hafa samband við Tix með því að hringja í síma 551 3800.

Um sex verðsvæði er að ræða. Allir stólarnir eru góðir og verða sambærilegir stólar innan hvers verðsvæðis

Já, það verður fatahengi á staðnum.

Miðar

Þú getur keypt allt að 10 miða í einu en einungis á einu svæði, ef þú vilt kaupa miða á fleiri en einu svæði þarftu að fara í gegnum kaupferlið aftur.

Já, það er valmöguleiki í kaupaferlinu á Tix að fá miðana senda í gjafaöskju.

Vinsamlegast hafið samband við miðasölu:

www.tix.is

info@tix.is

Sími 551 3800

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu allar viðburðartilkynningar í pósthólfið og aðgang að forsölum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.