BACKSTREET BOYS eru á leiðinni til landsins í fyrsta sinn og koma fram föstudaginn 28. apríl 2023 í Nýju – Laugardalshöllinni, en hljómsveitin heldur einmitt upp á þrjátíu ára afmæli í apríl á þessu ári. Um er að ræða fyrsta stoppið í nýrri hrinu tónleika og óhætt að lofa ógleymanlegri kvöldstund.
Backstreet Boys eru ein áhrifamesta popphljómsveit heims, margverðlaunaðir, með óteljandi slagara og metsölutúra á bakinu. Í byrjun 2019 gáfu þeir út Grammy-tilnefndu plötuna DNA og bættu þar með í safnið lögum sem hafa trónað á toppi vinsældarlista um allan heim.
Hljómsveitin er margrómuð fyrir að gera ógleymanlega tónleika og búast má við nostalgíufylltu og trylltu föstudagskvöldi, 28. apríl í Reykjavík