28. apríl 2023
Backstreet Boys
DNA World Tour

ATHUGIÐ: B-SVÆÐI ER UPPSELT

BACKSTREET BOYS eru á leiðinni til landsins í fyrsta sinn og koma fram föstudaginn 28. apríl 2023 í Nýju – Laugardalshöllinni, en hljómsveitin heldur einmitt upp á þrjátíu ára afmæli í apríl á þessu ári. Um er að ræða fyrsta stoppið í nýrri hrinu tónleika og óhætt að lofa ógleymanlegri kvöldstund.

Backstreet Boys eru ein áhrifamesta popphljómsveit heims, margverðlaunaðir, með óteljandi slagara og metsölutúra á bakinu. Í byrjun 2019 gáfu þeir út Grammy-tilnefndu plötuna DNA og bættu þar með í safnið lögum sem hafa trónað á toppi vinsældarlista um allan heim.

Hljómsveitin er margrómuð fyrir að gera ógleymanlega tónleika og búast má við nostalgíufylltu og trylltu föstudagskvöldi, 28. apríl í Reykjavík

Backstreet Boys er söluhæsta strákaband allra tíma. Platan DNA skaust strax strax í fyrsta sætið um allan heim árið 2019 og inniheldur smelli eins og Don’t Go Breaking My Heart. Lagið tryggði hljómsveitinni tilnefningu fyrir besta popp dúó / hópur á 2019 GRAMMY verðlaununum og var fyrsta lag hljómsveitarinnar á Billboard Hot 100 listanum í 10 ár.

Í maí 2019 hóf hljómsveitin DNA World Tour – stærsta heimstúr hljómsveitarinnar í 18 ár  og seldi hljómsveitin upp tónleika í leikvöngum í Norður Ameríku, Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku.

Hljómsveitin gaf út heimildaþáttaseríu, Making of the DNA Tour, þar sem hægt er að kíkja bakvið tjöldin og sjá undirbúning fyrir heimstúrinn. Hægt er að horfa á þættina hér.

Backstreet Boys halda áfram að grípa huga og hjörtu milljónir manna um allan heim og er það mikið fagnaðarefni að þeir séu loksins á leiðinni til Íslands.

Dagsetning

28. apríl 2023

Staður

Nýja-Laugardalshöllin

Miðaverð

STANDANDI TÓNLEIKAR
– A svæði: 21.990 kr (nær sviði)
– B svæði: 15.990 kr (fjær sviði)

Hjólastólapláss: 7.995 kr.
– Pallar á A-svæði.
– Hámark 1 fylgdarmaður per hjólastól.
– Keypt í kaupferli á Tix.
– Takmarkað pláss.

Hlekkir

Þú gætir haft áhuga á..