skip to content

Liðinn viðburður

Chris Cornell

Söngvarinn og lagahöfundurinn margrómaði, Chris Cornell, flytur tónlist af öllum ferlinum og nýju plötunni sinni, Higher Truth, í Eldborgarsal Hörpu þann 23. mars 2016. Cornell hefur tónleikaferðalag um Evrópu hjá okkur í Hörpu, Reykjavík, þar sem hann fylgir eftir tónleikaferðalagi sínu um gervöll Bandaríkin sem naut gríðarlegra vinsælda. Um er að ræpa órafmagnaða sólo tónleika og er óhætt að lofa ógleymanlegri kvöldstund. Tónlistartímaritið Metro sagði Higher Truth vera “nístandi áhrifaríka” og Kerrang! Magazine fullyrti að væri besta platan” sem Cornell hefur sent frá sér í 15 ár!”

Chris Cornell er einn af upphafsmönnum og hugmyndasmiðum grunge-hreyfingarinnar á tíunda áratugnum og það er óhætt að fullyrða að rödd hans sé ein sú þekktasta í rokksögunni. Hann hefur náð eyrum heimsbyggðarinnar með ódauðlegum hljómsveitum á borð við Soundgarden, Audioslave og Temple of the Dog, og hefur hann þeim og sem sóló söngvari selt meira en 30 milljónir platna, auk þess sem hann hefur unnið til fjölmargra Grammy verðlauna og verið tilnefndur til Golden Globe verðlauna sem söngvari, lagahöfundur, textsmiður og gítarleikari margoft síðustu þrjátíu ár.

Dagsetning

23. mars 2016

Staður

Harpa – Eldborg

Hlekkir