Placeholder canvas

Liðinn viðburður

Conversations with Nick Cave – An Evening of Talk & Music

“Mér fannst eins og beint samtal við áhorfendur gæti verið mikils virði – á tónleikum undanfarið höfum við öll sýnt vilja til að opna okkur.” – Nick Cave

Nick Cave er núna á ferðalagi um Evrópu og Bretland með þennan einstaka viðburð sem hefur alls staðar selst upp á skotstundu. Nú hefur verið bætt við sýningum á Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi og fer hún fram í Eldborg Hörpu laugardaginn 31. ágúst. Nick lauk nýverið við uppseldan túr um Ástralíu og Nýja Sjáland auk Evrópu og mun hann halda ferðalaginu áfram í Norður Ameríku í haust.

Nick mun svara spurningum áhorfenda um viðfangsefni milli himins og jarðar á milli þess sem hann tekur mörg af sínum ástkærustu lögum á flygilinn. Hann lýsir kvöldinu sjálfur sem “æfingu í að tengjast”; ekkert viðfangsefni er heilagt og eru áhorfendur hvattir til þess að vera óhræddir við að spyrja krefjandi og ögrandi spurninga.

Sambandið á milli Nick og áhorfenda hefur alltaf verið opið og ákaft, en hefur dýpkað og styrkst enn frekar á nýlegum tónleikum hans með Bad Seeds. Þeir urðu innblásturinn að þessum einstöku og óvenjulegu kvöldum, þar sem spurt og svarað er blandað saman við tónleika og Nick Cave kemur fram alveg hrár, óritskoðaður og ósíaður.

Dagsetning

31. ágúst 2019

Staður

Harpa Eldborg

Hlekkir