skip to content

Liðinn viðburður

Damon Albarn: The Nearer The Fountain, More Pure The Stream Flows

Söngvarinn, lagahöfundurinn og tónskáldið Damon Albarn flytur nýja verkið sitt The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows í heild sinni í Eldborg, Hörpu 11. mars 2022.

Damon hefur verið tíður gestur á Íslandi í tæplega þrjá áratugi og hefur á þessum tíma verið innblásinn af náttúru þess og landslagi. Nýja verkið hans er afleiðing af þessari ást hans á Íslandi og mun hann flytja þetta mjög svo persónulega verk með hópi tónlistarmanna og umgjörðin byggir á sérhönnuðu sjónlistaverki. Tónleikarnir eru hans fyrstu á Íslandi í 25 ár.

The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows var skrifað og samið að fullu á Íslandi. Nafnið er fengið frá ljóðinu Love and Memory eftir John Clare.

Damon Albarn er söngvari, lagahöfundur og tónskáld og einn af stofnmeðlimum Blur, Gorillaz og The Good, The Bad & The Queen.

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.

Dagsetning

11. mars 2022

Staður

Harpa Eldborg

Hlekkir