Placeholder canvas

Liðinn viðburður

Dara O Briain í Háskólabíói | Voice of Reason

Dara O Briain er eitt þekktasta andlitið í bresku sjónvarpi, en hann er gestgjafi gífurlega vinsælla þátta á borð við Mock of the Week, Star Gazing Live, Robot Wars og Go 8 Bit. Nú snýr hann aftur til upprunans sem uppistandari og mætir til leiks með glænýja sýningu í Háskólabíói 3. febrúar 2019.

Dara O Briain hefur gefið út fimm uppistandssýningar á DVD og hafa þau öll verið sýnd á BBC TV; Crowd Tickler (2015), Craic Dealer (2012), This is the Show (2010), Dara O Briain talks funny Live in London (2008) og Dara O Briain Live at the Theatre Royal (2006). Fyrr á árinu gaf O Briain einnig út sína fyrstu barnabók Beyond the Sky: You and the Universe.

Það er ljóst að O Briain er maður margra hæfileika og við erum heppin að fá að sjá þennan snilling á sviði í febrúar næstkomandi. Ekki missa af einum skemmtilegasta, snjallasta og fyndnasta uppistandara heims í dag.

– His set is a masterclass in intelligent, no-frills stand-up” – THE GUARDIAN

– “If you want a comic who can hold an audience in the palm of his hand for two hours, here’s your man” – THE TIMES
– “Sharp wit from a superfit mind” – EVENING STANDARD

Dagsetning

3. febrúar 2019

Staður

Háskólabíó

Hlekkir