skip to content

Liðinn viðburður

Dylan Moran Off The Hook

Uppistandarinn, rithöfundurinn og leikarinn Dylan Moran kemur fram í Silfurbergi í Hörpu 24. október kl. 20 með sýninguna OFF THE HOOK. Hann hefur að undanförnu hlotið stórkostlega dóma fyrir hárbeittan húmorinn í sýningunni.

Dylan Moran fylgir eftir gríðarlegum vinsældum uppistandsins OFF THE HOOK á Bretlandi, þar sem seldist upp á allar sýningarnar. Gagnrýnendur halda vart vatni yfir nýju efni Morans, sem er einna þekktastur fyrir Black-Books, Shaun of the Dead og Calvary.

Moran, sem hefur verið kallaður Oscar Wilde grínsins, hefur síðustu mánuði verið að skerpa uppistandið sitt á óvenjulegum stöðum á borð við Kief, Moskvu og Kazakhstan – en hann er fyrsti uppistandarinn frá vesturlöndum sem stígur á sviðog skemmtir í St Petersburg. Nýja sýningin hans, OFF THE HOOK, er jafnframt fyrsta uppistandið hans í meira en þrjú ár. Sýningin, sem hlaut skínandi dóma gagnrýnenda á Bretlandi, fjallar um ástina, pólitík, eymdina og fáránleika hversdagsins á einstakan hátt sem Moran einum er tamt ogflytur með skáldlegum glæsibrag.

OFF THE HOOK er sýning sem enginn sannur unnandi uppistands má láta fram hjá sér fara.

**** “Hann trompar Shakespeare þegar hann smættar lífið niður í fjögur skeið: “Barn, mistök, gamall ogdauður.” Þegar maður stendur frammi fyrir gríni sem slíku virðist heimurinn verða betri staður um stund.” – The Telegraph

**** “Uppistandið hans tekur á sig tilvistarlega mynd þybbins, nikótínsvelts Morans sem hefur verið sviptur karlmennsku sinni. Hann verður birtingarmynd leitar okkar allra að merkingu ogtengslum”. – The Guardian

Dagsetning

24. október 2015

Staður

Silfurberg, Hörpu

Hlekkir