Hljómsveitin Eagles heldur tónleika hér á landi 9. júní næstkomandi.
Hljómsveitin á næstmest seldu plötu allra tíma í Bandaríkjunum, Greatest Hits 1971-1975, sem hefur selst í rúmlega 29 milljónum eintaka. Hljómsveitin er söluhæsta bandaríska hljómsveit allra tíma í Bandaríkjunum og hefur meðal annars unnið 6 Grammy verðlaun. Alls hefur Eagles selt rúmlega 120 milljón plötur. Meðal þekktustu laga sveitarinnar eru Hotel California, Tequila Sunrise, New Kid in Town og Desperado.