skip to content

Liðinn viðburður

Eddie Izzard í Eldborg: Wunderbar

Eddie Izzard kemur með Wunderbar til Íslands 31. mars. Aðeins er um þessa eina sýningu að ræða, verðsvæðin eru fimm og miðarnir kosta frá 6.990 kr.
Fyrir fimm árum sló Eddie öll met með heimstúrnum sínum Force Majeure, þar sem hann kom fram í 45 löndum (og þar á meðal öllum 50 fylkjum Bandaríkjanna) á fjórum tungumálum.
Nú hefur hann heimstúr á ný með glænýja sýningu sem er á aðeins persónulegri nótum en áður, en nú talar hann um sína eigin súrrealísku sýn á heiminn, ástina, söguna og hans eigin “kenningu um alheiminn.”
Eddie Izzard er einn virtasti grínisti veraldar. Sýningar hans hafa selst upp út um allan heim, all frá Shanghai til Mumbai, Madison Square Garden og The Hollywood Bowl.

Dagsetning

31. mars 2019

Staður

Harpa Eldborg

Hlekkir