Eivør Pálsdóttir heldur tónleika í Hörpu 8. október 2023.
Eivør er Íslendingum góðkunn en hún hefur fangað hug og hjörtu Íslendinga frá því hún steig á sjónarsviðið við aldarmótin. Eivør, sem er þekkt fyrir einstaka og kraftmikla rödd og frumlega samtvinningu ólíkra tónlistarstíla, hefur byggt upp dyggan aðdáendahóp á Íslandi og um allan heim.
Glæsilegur ferill Eivørar samanstendur meðal annars af ótal plötum, smáskífum, virtum viðurkenningum og verðlaunum, þar á meðal Íslensk tónlistarverðlaun og árið 2022 hlaut hún tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Þegar hún stígur á svið í Hörpu október geta áhorfendur búist við stórkostlegri tónlistarupplifun þar sem Eivør flytur alla sína helstu smelli studd af stjörnusveit tónlistarmanna á heimsmælikvarða.
Fram koma með Eivør:
- Mikael Blak
- Mattias Kapnas
- Per I. Højgaard Petersen