Placeholder canvas

Liðinn viðburður

Go_A

Úkraínska hljómsveitin Go_A snýr aftur til Íslands 18. október 2023.

Frammistaða sveitarinnar á Iceland Airwaves í fyrra var með öllu ógleymanleg og nú mæta þau með glænýja, öðruvísi sýningu og fullt af nýrri tónlist. Flest sáum við Go_A síðast þegar þau tóku lagið sitt SHUM á Eurovision 2023, en í kjölfarið gáfu þau út lagið Rusalochki með tónlistarmyndbandi sem var tekið upp í Kænugarði á meðan eldflaugar Rússa flugu yfir borgina. 

Go_A eru þekkt fyrir nýstárlega tónlist og brautryðjandi sviðsframkomu.  Þau hafa tekið mörg stór skref eftir að hafa náð heimsathygli sem framlag Úkraínu til Eurovision 2021. Þau hafa síðan þá sankað að sér aðdáendum um allan heim, ekki síst á Íslandi. 

Óhætt er að lofa ógleymanlegri kvöldstund 18. október í Gamla Bíó.

Dagsetning

18. október 2023

Staður

Gamla Bíó

Hlekkir