skip to content

Liðinn viðburður

Hannah Gadsby – Douglas

Tasmaníski grínistinn Hannah Gadsby náði fyrst heimsathygli með Nanette, margverðlaunaða tímamóta uppistandi sínu, sem seldi upp viðburðarhallir í Ástralíu, London, Edinborg, New York og Los Angeles áður en það var birt á streymisveitunni Netflix í júní í fyrra.

Nanette setti uppistandsheima á hliðina eftir að það varð aðgengilegt á Netflix og gerði hana að stórstjörnu á einni nóttu. En Hannah hafði verið að byggja upp ferilinn í rúman áratug. Áður en Nanette breytti öllu var hún orðin vön því að selja upp sýningar á hátíðum í Ástralíu og á Englandi. Hún lék hlutverk Hönnuh í sjónvarpsþáttunum Please Like Me og var kynnir í þremur heimildarmyndum sem voru byggðar á gamansömum fyrirlestrum um listina, sem hún flutti í mörgum virtustu listagalleríum heims. Hannah hefur unnið fjölmörg verðlaun, þar á meðal Comedy Special Of The Year, Best Comedy Show og Best Comedy Performer.

Nú kemur Hannah til Íslands með DOUGLAS, splunkunýja uppistandssýningu sem hefur nú þegar fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð.

Dagsetning

18. október 2019

Staður

Harpa Eldborg

Hlekkir