Tasmaníski grínistinn Hannah Gadsby náði fyrst heimsathygli með Nanette, margverðlaunaða tímamóta uppistandi sínu, sem seldi upp viðburðarhallir í Ástralíu, London, Edinborg, New York og Los Angeles áður en það var birt á streymisveitunni Netflix í júní í fyrra.
Nanette setti uppistandsheima á hliðina eftir að það varð aðgengilegt á Netflix og gerði hana að stórstjörnu á einni nóttu. En Hannah hafði verið að byggja upp ferilinn í rúman áratug. Áður en Nanette breytti öllu var hún orðin vön því að selja upp sýningar á hátíðum í Ástralíu og á Englandi. Hún lék hlutverk Hönnuh í sjónvarpsþáttunum Please Like Me og var kynnir í þremur heimildarmyndum sem voru byggðar á gamansömum fyrirlestrum um listina, sem hún flutti í mörgum virtustu listagalleríum heims. Hannah hefur unnið fjölmörg verðlaun, þar á meðal Comedy Special Of The Year, Best Comedy Show og Best Comedy Performer.
Nú kemur Hannah til Íslands með DOUGLAS, splunkunýja uppistandssýningu sem hefur nú þegar fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð.