skip to content

Liðinn viðburður

Iliza Shlesinger

Iliza Shlesinger er verðlaunaður uppistandari, leikari, rithöfundur og framleiðandi sem hefur selt upp áhorfendasali um allan heim. Aðdáendur hennar eru tryggir og eru þekktir fyrir að dressa sig upp í hennar stíl þegar þeir mæta á sýningar með henni. Hún gaf nýlega út sinn sjötta uppistandsþátt á Netflix, Hot Forever, og sína aðra bók, All Things Aside.

Hún bjó til hugtakið “Elder Millennial” í samnefndu uppistandi frá 2018, sem var einnig viðfangsefnið í heimildarmyndinni Iliza Shlesinger: Over & Over þar sem aðdáendur fengu að skyggnast bak við tjöldin í lífi hennar. Hinir þættirnir eru Unveiled (2019), Confirmed Kills (2016), Freezing Hot (2015) og War Paint (2013).

Hún skrifaði og lék aðalhlutverkið í Netflix grínmyndinni Good on Paper og lék á móti Mark Wahlberg Í Spenser Confidential, sem fór á toppinn hjá Netflix. Hún kom einnig fram í indí myndinni Pieces of a Woman með Vanessa Kirby, sem hlaut lof gagnrýnenda. Einnig má nefna kvikmyndina Instant Family á móti Mark Wahlberg og Rose Byrne og grínþættina Iliza Shlesinger Sketch Show sem hún bjó til og  lék í fyrir Netflix.

Í mars 2020 settu Iliza og maðurinn hennar, verðlaunakokkurinn og höfundurinn Noah Galuten, af stað streymis-matarþættina Don’t Panic Pantry, sem sendir voru út beint á Instagram og Facebook síðum Ilizu. Tilgangurinn var að skemmta fólki í faraldrinum og hvetja það til að vera heima og fletja kúrfuna. Þættirnir slógu í gegn og urðu 250 talsins. The Don’t Panic Pantry Cookbook er væntanleg í janúar.

Í sinni fyrstu bók, Girl Logic: The Genius and the Absurdity, gaf Iliza sitt einstaka og bráðfyndna sjónarhorn á hegðun kvenna. Hlaðvarpið hennar, AIA: Ask Iliza Anything, er vinsælt og þar tekur Iliza á móti spurningum aðdáenda og gefur hreinskilin og óritskoðuð svör beint frá hjartanu. Nýlega leysti hún af Jimmy Kimmel í kvöldþætti hans og áður hafði hún verið með sinn eigin kvöldþátt Truth & Iliza á Freeform. Hún er eina konan og yngsti grínistinn sem hefur unnið titilinn Last Comic Standing á NBC.

Iliza styður reglulega hina ýmsu málstaði og má þar nefna Team Rubicon, Cystic Fibrosis, Best Friends Animal Socity, ýmis umhverfissamtök og kemur oft fram utan Bandaríkjanna með USO.

Uppistandið fer fram 10. janúar í Háskólabíói. Einungis númeruð sæti eru í boði.

Miðaverð er 8.990 kr. en einnig eru í boði VIP pakkar í takmörkuðu magni á 19.990 kr.

VIP pakkarnir innihalda:

  • Sæti á besta stað, í þremur fremstu röðunum.
  • “Meet and Greet” fyrir einn með Ilizu eftir sýninguna.
  • Mynd fyrir einn með Ilizu.
  • Áritað veggspjald.
  • Einstakur Iliza VIP passi (lífbrjótanlegur).

ATH: Nánari leiðbeiningar verða sendar til VIP kaupenda um 48 tímum fyrir sýninguna. Varningur er afhentur á staðnum.

Dagsetning

10. janúar 2023

Staður

Háskólabíó

Hlekkir