Back arrow

Jeff Dunham í Eldborg

Eldborg, Harpa
26. maí 2018

ÖRFÁIR MIÐA EFTIR!

Úrvalssæti:
11.990 kr.
Verðsvæði 1:
9.990 kr.
Verðsvæði 2:
8.990 kr.
Verðsvæði 3:
6.990 kr.
Úrvalssæti:
0
Verðsvæði 1:
0
Verðsvæði 2:
0
Verðsvæði 3:
0

Dagskrá kvöldsins:
20:30 – Salur opnar
21:00 – Sýning hefst
23:30 – Áætlaður endir*
* Dagskrá getur riðlast og er birt með fyrirvara.


Einn vinsælasti skemmtikraftur heims, Jeff Dunham fer af stað með glænýtt uppistand, Passively Agressive. Hann mun ferðast með sýningu sína um öll Bandaríkin og kíkja því næst til Íslands þann 26. maí í Eldborg, Hörpu!

Jeff Dunham er talinn einn áhrifamesti skemmtikraftur Vesturlanda að mati Forbestímaritsins. Vinsældir hans hafa aukist stórlega á síðustu árum, hvort sem um er að ræða áhorf á sjónvarpsþætti hans, sölu á DVD diskum eða upptökur á YouTube þar sem eru fleiri en milljón áskrifendur og yfir milljarður í samanlögðum áhorfstölum. Árið 2015 frumsýndi hann sýninguna Unhinged in Hollywood á NBC og var hún með hæstu áhorfstölum stöðvarinnar á þeim tíma samkvæmt mælingum. Eftir tökurnar á Relative Disaster í Dublin snéri hann aftur til Bandaríkjanna með uppistandið Perfectly Unbalanched og seldist upp á hverja sýningu á eftir annarri um allt land.


Fjögur verðsvæði eru í boði og kostar miðinn frá 6.990 kr. 

+ Lestu meira

Nýverið gaf Dunham út uppistandið Relative Disaster á Netflix. Þar fer hann á kostum og skoðar fjölskylduerjur og stjórnmál með eftirminnilegum hætti ásamt sínum frægustu persónum, Walter, Bubba J, Peanut og látna hryðjuverkamanninum Achmed, og veltir fyrir sér hvað kæmi úr því ef nýr meðlimur bætist við brúðufjölskylduna sem er þegar nógu erfið.

Í september hlaut Dunham þann heiður að fá stjörnu á Hollywood Walk of Fame göngugötunni. „Þegar ég flutti til Los Angeles árið 1988 með bíl fullan af fötum og fáeinar brúður, bjóst ég aldrei við því í mínum villtustu draumum að ég myndi einn daginn geta hrasað á minni eigin stjörnu á Walk of Fame,” sagði Dunham. „Þetta er algjört æði og mikill heiður; ég vona bara að stjarnan sé ekki staðsett fyrir framan klámbúð. Jú, það væri reyndar bráðfyndið.”