Einn vinsælasti skemmtikraftur heims, Íslandsvinurinn
Jeff Dunham er talinn einn áhrifamesti skemmtikraftur Vesturlanda að mati Forbes tímaritsins. Vinsældir hans hafa aukist stórlega á síðustu árum, hvort sem um er að ræða áhorf á sjónvarpsþætti hans, sölu á DVD diskum eða upptökur á YouTube þar sem eru fleiri en milljón áskrifendur og yfir milljarður í samanlögðum áhorfstölum. Í september hlaut Dunham svo þann heiður að fá stjörnu á Hollywood Walk of Fame göngugötunni.
Hann kom fyrst til Íslands árið 2013 og pakkfyllti þá Laugardalshölli