Back arrow

John Cleese í Hörpu

Eldborg, Harpa
17, 18 og 19. maí 2018

5 verðsvæði í boði

17. maí. Verð frá:
6.990 kr.
18. maí. Verð frá:
6.990 kr.
19. maí. Verð frá:
6.990 kr.
17. maí. Verð frá:
0
18. maí. Verð frá:
0
19. maí. Verð frá:
0

Hinn eini sanni John Cleese er á leiðinni til landsins með nýju sýningu sína sem hann mun ferðast með um alla Evrópu:  Last Time to See Me Before I Die. Hann kemu fram í Eldborg, Hörpu, fimmtudaginn 17. maí 2018!

Í sýningunni mun Cleese deila sögum og minningum með áhorfendum sem hann hefur sankað að sér á 40 ára litríkum ferli sínum. Að lokum mun hann taka við spurningum úr sal og eru Íslendingar einkar heppnir að fá að berja hann augum og spyrja hann spjörunum úr… áður en hann deyr!

Um fimm verðsvæði er að ræða og kosta miðarnir frá 6.990 kr. Aðeins um 1.500 miðar eru í boði á hverja sýningu.

+ Lestu meira

Cleese er leikari, grínisti, handritshöfundur, kvikmyndaframleiðandi og lifandi goðsögn. Hann er þekktur fyrir að vera meðlimur í hinum sögufræga Monty Python-grínhóp og fyrir gamanþættina Fawlty Towers, sem eru orðnir að grínklassík og voru gríðalega vinsælir hérlendis sem annars staðar. Cleese hefur leikið í fjölda þekktra bíómynda á borð við  A Fish Called Wanda,  Rat Race,  Harry Potter og  James Bond. Að auki hefur hann talað inn á teiknimyndir eins og  Shrek,  Planes og  Trolls.