skip to content

Liðinn viðburður

Jól með Sissel 2017

Hver sá sem sér Sissel kolfellur fyrir töfrandi sviðsframkomu hennar en þessir töfrar hafa sett hana í hóp vinsælustu söngkvenna víða í heiminum. Hún hefur sungið inn jólin fyrir meira en milljón Norðurlandabúa og hefur hún fyrir löngu síðan sungið sig inn í hugi og hjörtu Íslendinga. Á jólatónleikum sínum í fyrra fyllti hún hvorki meira né minna en fjórar Eldborgir og mun færri komust að en vildu.

Í ár verður hún með glæsilega jólatónleika í Eldborg, þann 20. desember.

Tvennir tónleikar verða í boði; kl. 18 og 20.30

„Rödd Sissel er svo máttug að hún gæti fengið árnar til að renna upp í móti.“ Svona hefst gagnrýni sem stór danskur miðill skrifaði um tónleika Sissel. Auk raddarinnar hefur hún einstaka persónutöfra á sviðinu sem gera það að verkum að áhorfendum líður eins og hún sé að syngja til sín persónulega. Tónlistarmönnum þykir afar eftirsóknarvert að vinna með þessari skærustu söngstjörnu Norðurlandanna og hefur hún t.a.m. unnið með Diana Krall, Placido Domingo, Bryn Terfel og José Carreras.

Í fyrra hélt hún upp á jólin víðsvegar í Skandinavíu þar sem hún seldi upp hverja tónleikana á fætur öðrum og í ár mun hún endurtaka leikinn. Hún hefur nú fengið til liðs við sig glæsilegt lið tónlistarmanna frá Bandaríkjunum, Englandi og Noregi og saman munu þau breiða sálar- og gospelunaði yfir okkar uppáhaldsjólalög og lokka fram jólagleði í hjörtum okkar eins og þeim einum er lagið. Í þetta skiptið endar tónleikaferðin á Íslandi.

Dagsetning

20. desember 2017

Staður

Harpa Eldborg

Hlekkir