Back arrow

Jól með Sissel 2018

Eldborg, Harpa
19. desember 2018

Síðdegistónleikar

Úrvalssæti (fjólublá):
13.990 kr.
A svæði (rauð):
13.990 kr.
B svæði (blá):
11.990 kr.
C svæði (græn):
8.990 kr.
D svæði (gul):
6.990 kr.
Úrvalssæti (fjólublá):
0
A svæði (rauð):
0
B svæði (blá):
0
C svæði (græn):
0
D svæði (gul):
0

Sjá sal hér: bit.ly/sisselsalur

Kvöldtónleikar

Úrvalssæti (fjólublá):
14.990 kr.
A svæði (rauð):
14.990 kr.
B svæði (blá):
12.990 kr.
C svæði (græn):
9.990 kr.
D svæði (gul):
7.990 kr.
Úrvalssæti (fjólublá):
0
A svæði (rauð):
0
B svæði (blá):
0
C svæði (græn):
0
D svæði (gul):
0

Sjá sal hér: bit.ly/sisselsalur

ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR!
TÓNLEIKARNIR ERU UM 90 MÍNÚTUR – EKKERT HLÉ
SÉRSTAKUR GESTUR: REBEKKA INGIBJARTSDÓTTIR
—————————————————————————————————————-

Sissel kemur nú hingað til lands þriðja árið í röð til að syngja inn jólin fyrir Íslendinga í Eldborg Hörpu. Hver sá sem sér Sissel kolfellur fyrir töfrandi sviðsframkomu hennar en þessir töfrar hafa sett hana í hóp vinsælustu söngkvenna víða í heiminum.

Tónlistarmönnum þykir afar eftirsóknarvert að vinna með þessari skærustu söngstjörnu Norðurlandanna og hefur hún t.a.m. unnið með Diana Krall, Placido Domingo, Bryn Terfel og José Carreras.

Tvennir tónleikar eru í boði og öll verðsvæði á síðdegistónleikunum eru nú 1.000 kr. lægri en samsvarandi verðsvæði á kvöldtónleikum.

+ Lestu meira

Á hverju ári heldur hún upp á jólin víðsvegar í Skandinavíu þar sem hún selur upp hverja tónleikana á fætur öðrum og í ár mun hún endurtaka leikinn.

Sem fyrr hefur hún fengið til liðs við sig glæsilegt lið tónlistarmanna frá Bandaríkjunum, Englandi og Noregi og saman munu þau breiða sálar- og gospelunaði yfir okkar uppáhaldsjólalög og lokka fram jólagleði í hjörtum okkar eins og þeim einum er lagið.

 

 • Sissel valdi Re­bekku til syngja með sér á sviði

  Sissel valdi Re­bekku til syngja með sér á sviði

  Sissel auglýsti nýverið eftir umsækjendum til að stíga með sér á svið á jólatónleikum sínum víðsvegar um Norðurlöndin og sóttu fjölmargir um. Hér á Ísalndi varð Re­bekka Ingi­bjarts­dótt­ir fyrir valinu og mun hún koma fram með Sissel á tvennum tonleikum í Eldborg 19. desember. 

  „Að syngja með átrúnaðargoðinu Sis­sel Kyrkj­ebø er draum­ur sem ég átti aldrei von á að upp­lifa. Hvað þá að fá að syngja með henni á jóla­tón­leik­um í Hörpu, fyr­ir fram­an Íslend­inga og alla fjöl­skyld­una,“ sagði Rebekka við blaðamann Morgunblaðsins.

  Leitað var að söngv­ara ættuðum frá hverri þeirri borg á Norður­lönd­un­um þar sem Sis­sel verður með jóla­tón­leika. En svo kom í ljós að Rebekka býr í Osló  þar sem hún stundar nám í söng og kór­stjórn.

  Það væri því hæglur leikur fyrir Sissel og Rebekku að hittast og undirbúa tónleikana Íslandi. Gerðu þær það daginn og fór afskaplega vel á með þeim.