skip to content

Liðinn viðburður

Jólagestir 2021

Allt það sem við óskum okkur í ár eru Jólagestir Björgvins, metnaðarfyllstu og skemmtilegustu jólatónleikar landsins. Síðustu 14 ár hefur Björgvin Halldórsson fært okkur jólin með stæl og boðið til sín skærustu söngstjörnum landsins til að töfra fram sannkallaða jólastemningu.

Tónleikarnir í ár fara fram laugardaginn 18. desember í Nýju-Laugardalshöllinni og hefur Björgvin að vana handvalið landslið söngvara, besta bandið, strengi, kóra, dansara og óvæntar uppákomur. Öll umgjörðin verður eins og áður að sjálfsögðu á heimsmælikvarða.

Tvennir tónleikar eru í boði; kl. 17 og 21. Athugið að ekki er hægt að bæta við fleiri tónleikum.

Gestir Björgvins í ár eru:

  • Eyþór Ingi
  • Gissur Páll
  • Högni Egils
  • Jóhanna Guðrún
  • Margrét Rán
  • Stefanía Svavars
  • Svala
  • Sverrir Bergmann
  • Sérstakur gestur: Krummi

Ásamt þeim koma fram Stórsveit Jólagesta undir stjórn Þóris Baldurssonar, strengjasveit undir stjórn Geirþrúðar Ásu Guðjónsdóttur, Reykjavík Gospel Company undir stjórn Óskars Einarssonar, Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarssonar, Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og dansarar úr Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar.

Einnig koma fram sigurvegarar í Jólastjörnunni 2021 og Jólalagakeppni Rásar 2. Þau eru Fríður París og Heimilistónar.

Dagsetning

18. desember 2021

Staður

Laugardalshöll og streymi

Hlekkir