skip to content
21. desember 2024
Jólagestir Björgvins 2024 – Kveðjutónleikar
Nú einnig í beinu streymi!

NÚ EINNIG Í STREYMI VEGNA FJÖLDA ÁSKORANNA!

ÞÚ GETUR VALIÐ UM FJÖGUR KERFI FYRIR STREYMIÐ
– MYNDLYKLAR SÍMANS
– MYNDLYKLAR VODAFONE
VEEPS
LIVELY

DAGSKRÁ STREYMIS:
– KL. 20:00 – JÓHANNES HAUKUR BAKSVIÐS Í HÖLLINNI
– KL. 21:00 – TÓNLEIKAR HEFJAST

SPURT OG SVARAÐ FYRIR STREYMIÐ HÉR

———

ATH: MIÐAHAFAR GETA NÚ KEYPT BÍLASTÆÐI VIÐ HÖLLINA HÉR

———

NÚ ERU ÖLL SVÆÐI Í HÖLLINNI UPPSELD NEMA:
– B SVÆÐI: ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR (GRÆNT Á MYND)

———

FLEIRI BÆTAST VIÐ:
– SÉRSTAKIR GESTIR: HERRA HNETUSMJÖR + LADDI + HUBBABUBBA
– KYNNIR KVÖLDSINS: JÓHANNES HAUKUR

Jólagestir Björgvins kveðja með hvelli – Stærstu og glæsilegustu jólatónleikar í sögu mannkyns!

Kæru vinir, það er okkur ómæld gleði að tilkynna að Jólagestir Björgvins verða haldnir þann 21. desember í Laugardalshöllinni í síðasta skipti í núverandi mynd! Þetta verður sögulegur viðburður, jafnvel mikilvægari en þegar fyrsti jólakötturinn steig á jörðina!

Á sviðinu verða alþjóðlegar stjörnur og landslið íslenskra listamanna. Söngvaraúrvalið er ekkert minna en hreinustu dásemdir sem augu hafa litið og eyru hafa heyrt:

  • Sissel – Rödd sem gæti brætt ísbreiður og látið norðurljós dansa af gleði!
  • Eivör – Konan sem syngur eins og fjöllin sjálf tali!
  • Svala Björgvins – Dís íslenskrar popptónlistar, sem skapar töfra með hverjum tón!
  • Ásgeir Trausti – Tónlistarundur sem fær hjörtu til að slá hraðar!
  • Helgi Björns – Hetja íslenskrar tónlistar, sem fær þig til að dansa með bros á vör!
  • Gissur Páll – Raddskúlptúristi sem gæti sungið silfur af tunglinu!

Og að sjálfsögðu, gestgjafinn sjálfur, hinn óviðjafnanlegi, töfrandi, stórbrotni og goðsagnakenndi Björgvin Halldórsson, sem kveður hér með Jólagestina. Þetta verður atburður sem enginn gestur getur gleymt, jafnvel þótt hann myndi reyna!

Ekki vantar metnaðinn í uppsetninguna því með þessum stjörnuskara kemur fram stórsveit, strengjasveit, karlakór, barnakór og gospelkór. Þetta verður tónlistarveisla svo stór að við höfum pantað aukna raforku frá sjálfum norðurljósunum til að lýsa upp sviðið! Þetta verður svo glæsilegt að það gæti sennilega verið sýnilegt frá geimnum! Þetta verður svo ótrúlegt að jafnvel jólasveinarnir munu taka sér frí frá pakkagerðinni til að mæta!

Þetta verður sem sagt hátíð engri lík. Það er því sérstakt tilefni að koma saman og upplifa þessa ógleymanlegu stund. Það verður fjör, gleði og hátíðarskap í hæstu hæðum. Við lofum að það verða töfrar í loftinu allan tímann, jafnvel meiri töfrar en í sjálfu jólakvæði Jóhannesar úr Kötlum!

Við hlökkum til að sjá ykkur, faðma ykkur og dansa með ykkur í ógleymanlegri gleði og hátíðarljóma í Laugardalshöllinni! Þetta verður svo magnað að Jólakötturinn sjálfur gæti ákveðið að mæta!

Aðeins er um eina tónleika að ræða. Þeir hefjast kl. 21:00, húsið opnar kl. 20:00 og ráðgert er að tónleikum ljúki eigi síðar en 23:30.

HLJÓMSVEIT
Óskar Einarsson – Píanó, hljómsveitarstjórn útsetningar
Haraldur Vignir Sveinbjörnsson – Hljómborð, útsetningar
Eiður Arnarsson – Bassi
Emil Þorri Emilsson – Slagverk
Jón Elvar Hafsteinsson – Gítar
Óskar Þormarsson – Trommur
Pétur Valgarð – Gítar
Tómas Jónsson – Hljómborð

BAKRADDIR
Alma Rut Kristjánsdóttir
Gísli Magna Sigríðarson
Íris Lind Verudóttir

Strengjasveit Jólagesta undir stjórn Geirþrúðar Ásu Guðjónsdóttur.
Karlakórinn Esja undir stjórn Kára Allanssonar.
Skólakór Kársness undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.

NOTE: TICKET HOLDERS CAN NOW BUY PARKING SPACES OUTSIDE OF THE VENUE HERE

——–

NOW ALSO LIVESTREAMED BECAUSE OF POPULAR DEMAND!

YOU CAN CHOOSE BETWEEN FOUR SYSTEMS:
– SJONVARP SIMANS TV BOX
– VODAFONE TV BOX
VEEPS
LIVELY

LIVESTREAM SCHEDULE:
– KL. 20:00 – JÓHANNES HAUKUR BACKSTAGE FROM THE VENUE
– KL. 21:00 – CONCERT STARTS

——–

NOW ALL AREAS AT THE VENUE ARE SOLD OUT EXCEPT:
– B AREA: VERY FEW TICKETS REMAINING (GREEN ON SEAT MAP)

——–

NEW ADDITIONS TO THE LINE-UP:
– SPECIAL GUESTS: LADDI + HERRA HNETUSMJÖR + HUBBABUBBA
– PRESENTER OF THE EVENING: JÓHANNES HAUKUR

Björgvin’s Christmas Guests – The Greatest and Most Magnificent Christmas Concert in the History of Mankind!

Dear friends, with immense joy, we announce that Björgvin’s Christmas Guests will be held on December 21st at Laugardalshöll! This historic event will be even more significant than when the first Christmas Cat set foot on Earth!

The show brings together international stars and Iceland’s finest musical talents. The lineup of singers is nothing less than the purest delights that eyes have seen and ears have heard:

• Sissel – A voice that could melt glaciers and make the northern lights dance joyfully!
• Eivör – The woman who sings as if the mountains themselves are speaking!
• Svala Björgvins – The goddess of Icelandic pop music, creating magic with every note!
• Ásgeir Trausti – A musical wonder that makes hearts beat faster!
• Helgi Björns – A hero of Icelandic music, making you dance with a smile on your face!
• Gissur Páll – A vocal sculptor who could sing silver from the moon!

And, of course, the host himself, the incomparable, enchanting, magnificent, and legendary Björgvin Halldórsson, who will bid farewell to his role as host after this concert. This will be an event that no guest can forget, even if they try!

No effort has been spared in the production, as this stellar cast will be accompanied by a big band, string orchestra, male choir, children’s choir, and gospel choir. This will be such a grand musical feast that we have ordered extra power from the northern lights to light up the stage! It will be so magnificent that it might even be visible from space! It will be so incredible that even the Yule Lads will take a break from making gifts to attend!

This will be a celebration like no other. It is a special occasion to come together and experience this unforgettable moment. There will be fun, joy, and festive spirit in abundance. We promise that there will be magic in the air the entire time, even more magic than in Jóhannes úr Kötlum’s Christmas poems!

We look forward to seeing you, hugging you, and dancing with you in unforgettable joy and festive radiance at Laugardalshöll! This will be so grand that the Christmas Cat itself might decide to attend!

Dagsetning

21. desember 2024

Staður

Gamla Laugardalshöll

Miðaverð

Fimm verðsvæði eru í boði og tvennskonar VIP pakkar.

• Svæði A+     19.990 kr.   (rautt á mynd)
• Svæði A       16.990 kr.   (dökkbrúnt á mynd)
• Svæði B+     15.990 kr.   (blátt á mynd)
• Svæði B       14.990 kr.   (grænt á mynd)
• Svæði C       9.990 kr.     (bleikt á mynd)

• VIP Gull*       29.990 kr   (gult á mynd)
• VIP Silfur**    24.990 kr.  (silfur á mynd)

* VIP Gull inniheldur:
– Sæti á besta stað (fyrstu 8 raðir fyrir miðju)
– Sérinngangur í Höllinni
– Drykkur að eigin vali á barnum (léttvín, bjór eða óáfengt)
– Forgangur á að kaupa bílastæði við Höllina

** VIP Silfur inniheldur
– Sæti á besta stað (næstu 11 raðir fyrir miðju)
– Sérinngangur í Höllinni
– Drykkur að eigin vali á barnum (léttvín, bjór eða óáfengt)

ATH:
– Röð 1 er ekki í notkun þannig að röð 2 er í raun fremsta röðin.
– Í svæði B+ er um hliðarsýn að ræða.
– Hjólastólasvæði: 4.995 kr. (ljósbrúnt á mynd). Einnig þarf að kaupa miða fyrir fylgdar/aðstoðarmanneskju.

Hlekkir

Þú gætir haft áhuga á..