skip to content
21. desember 2025
Jólagestir 2025
Nýr kafli hefst

NÝR KAFLI HEFST

Nýr kafli hefst hjá Jólagestum. Í fyrra kvöddum við “Jólagesti Björgvins” en nú höldum við áfram undir nafninu “Jólagestir”. Upphafsmaðurinn Björgvin er áfram með okkur, en í nýju hlutverki, sem heiðursgestur.

Landslið íslenskrar tónlistar sameinast með alþjóðlegum stjörnum í mögnuðustu tónlistarveislu ársins 21. desember í Höllinni.

SÖNGVARAR ÁRSINS

– Sissel
– Eivör
– Högni
– Svala
– Gissur Páll

SÉRSTAKIR GESTIR
Remember Monday komu, sáu og sigruðu í Eurovision með mögnuðum samhljómi og kraftmikilli sviðsframkomu. Þrjár stórkostlegar raddir frá Bretlandi sem blómstra saman – nú koma þær til Íslands í fyrsta sinn með sína einstöku útgáfu af jólagleði.

Esther Abrami hefur slegið í gegn sem ein ferskasta og áhugaverðasta rödd klassískrar tónlistar í dag. Með milljónir áhorfa á samfélagsmiðlum og tónlist sem sameinar fagurfræði og tilfinningar dregur hún nýja kynslóð að fiðlutónlist. Á Jólagestum 2025 kemur hún fram í fyrsta sinn á Íslandi – með bæði töfra og tækni í farteskinu.

KYNNIR KVÖLDSINS
Jóhannes Haukur Jóhannesson tekur sér frí frá Hollywood til að geta slegið inn jólin með okkur.

HEIÐURSGESTUR
Björgvin Halldórsson – hinn eini sanni, heiðrar okkur með nærveru sinni.

Með þeim á sviðinu verða stórsveit, strengjasveit, gospelkór, barnakór og karlakór – saman ætlar þessi ótrúlegi hópur listamanna að skapa tónaflóð er hreyfir við hjörtum og kemur gestum í hið eina sanna jólaskap í lok aðventu. Þú vilt ekki missa af þessu.

Sjáumst í Höllinni!

Jólagestir – A New Chapter Begins
Last year, we said goodbye to “Jólagestir Björgvins,” and now we continue under the name “Jólagestir.” The founder, Björgvin Halldórsson, is still with us — this time in a new role, as our guest of honour.

The all-star team of Icelandic music joins forces with international stars for the most spectacular musical celebration of the year — December 21st at Laugardalshöll.

SINGERS
Sissel
– Eivør
– Högni
– Svala
– Gissur Páll

SPECIAL GUESTS
Remember Monday took Eurovision by storm with their stunning harmonies and powerful stage presence. These three phenomenal voices from the UK are now coming to Iceland for the first time, bringing their unique brand of festive joy.

Esther Abrami has become one of the freshest and most captivating voices in classical music today. With millions of views on social media and music that blends aesthetics and emotion, she’s drawing a new generation into the world of violin. At Jólagestir 2025, she will perform in Iceland for the first time—bringing both magic and mastery to the stage.

EVENING HOST
Jóhannes Haukur Jóhannesson takes a break from Hollywood to ring in the holidays with us.

GUEST OF HONOUR
Björgvin Halldórsson – the one and only – graces us with his presence.

They will be joined on stage by a big band, string ensemble, gospel choir, children’s choir, and male choir. Together, this incredible group of artists will create a wave of music and emotions that will touch the hearts and deliver the true spirit of Christmas. This is an event you don’t want to miss.

See you at the Höllin!

ALMENN SALA HEFST 28. ÁGÚST
FORSÖLUR FYRIR PÓSTLISTA SENU LIVE OG JÓLAGESTA HEFST 27. ÁGÚST

Dagsetning

21. desember 2025

Staður

Laugardalshöll

Miðaverð

Fimm verðsvæði eru í boði og tvennskonar VIP pakkar.

• Svæði A+     19.990 kr.   (fjólublátt á mynd)
• Svæði A       17.990 kr.   (bleikt á mynd)
• Svæði B+     16.990 kr.   (sægrænt á mynd)
• Svæði B       15.990 kr.   (grænt á mynd)
• Svæði C       9.990 kr.     (blátt á mynd)

• VIP Gull*       29.990 kr   (gult á mynd)
• VIP Silfur**    24.990 kr.  (silfur á mynd)

* VIP Gull inniheldur:
– Sæti á besta stað (fyrstu 8 raðir fyrir miðju)
– Sérinngangur í Höllinni
– Drykkur að eigin vali á barnum (léttvín, bjór eða óáfengt)

** VIP Silfur inniheldur
– Sæti á besta stað (næstu 11 raðir fyrir miðju)
– Sérinngangur í Höllinni
– Drykkur að eigin vali á barnum (léttvín, bjór eða óáfengt)

ATH:
– Í svæði B+ er um hliðarsýn að ræða.
– Hjólastólasvæði: 4.995 kr. (blátt á mynd). Einnig þarf að kaupa miða fyrir fylgdar/aðstoðarmanneskju.

Hlekkir

Þú gætir haft áhuga á..