skip to content

Liðinn viðburður

Jólagestir 2022

Allt það sem við óskum okkur í ár eru Jólagestir Björgvins, metnaðarfyllstu og skemmtilegustu jólatónleikar landsins. Síðustu 15 ár hefur landslið íslenskra listamanna fært okkur jólin með stæl og eru tónleikarnir orðnir ómissandi jólahefð hjá stórum hluta þjóðarinnar. 

Tónleikarnir í ár fara fram laugardaginn 17. desember í Laugardalshöllinni (gömlu góðu) og að venju kemur fram úrval söngvara, besta bandið, strengir, kórar, dansara og óvæntar uppákomur. Öll umgjörðin verður að sjálfsögðu á heimsmælikvarða.

Tvennir tónleikar eru í boði; kl. 17 og 21. Reiknað er með að tónleikarnir vari um 2 tíma með hléi.

LISTAFÓLKIÐ SEM KEMUR FRAM

Jólagestir ársins eru:

  • Daníel Ágúst
  • Eyþór Ingi
  • Gissur Páll
  • Hera Björk
  • Jóhanna Guðrún
  • Stefán Hilmarsson
  • Svala
  • Vigdís Hafliðadóttir

Auk þess:
Alda Dís – Sigurvegari Jólalagakeppni Rásar 2 með lagið Velkominn desember
Louise Shayne – Jólastjarnan 2022
Jóhannes Haukur – Kynnir

Ásamt þeim koma fram Stórsveit Jólagesta undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar, strengjasveit undir stjórn Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Reykjavík Gospel Company undir stjórn Óskars Einarssonar, Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarssonar og Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.

VERÐSVÆÐIN

Í boði eru fjögur verðsvæði á hverja tónleika og 1.000 kr. ódýrara er í öll svæði á dagtónleikum heldur en á kvöldtónleikum. 

Dagsetning

17. desember 2022

Staður

Gamla Laugardalshöll

Hlekkir