skip to content

Liðinn viðburður

Joss Stone í Hörpu

Joss Stone hefur unnið til tveggja BRIT verðlauna og GRAMMY verðlaun auk þess að hafa komið fram með fjölmörgum goðsögnum og súperstjörnum, svo sem Rod Steward, James Brown, Van Morrison, Jeff Beck, Robbie Williams, LeAnn Rimes, Lauryn Hill, Blondie og Ricky Martin.

Og hún var í hljómsveitinni Superheavy ásamt Mick Jagger.

Hún þreytti frumraun sína á leiklistarviðinu árið 2006 í ævintýramyndinni Eragon og lék í kjölfarið í þáttaröðinni The Tudors á Showtime.

Á tónleikunum í Hörpu mun Stone flytja lög af nýju plötunni í bland við helstu smelli, ásamt magnaðri hljómsveit. Ljóst er að hér er um einstakan tónlistarviðburð að ræða.

Það er okkar eina sanna Greta Salóme sem hitar upp.

Dagsetning

30. október 2016

Staður

Harpa – Eldborg

Hlekkir