skip to content

Liðinn viðburður

Júníus Meyvant í Hörpu

Júníus Meyvant heldur stórtónleika í Eldborg 10. mars. Hér erum að ræða útgáfutónleika í tilefni af nýju plötunni Guru sem kom út í október og metnaraðarfyllstu og stærstu tónleika sem Júníus hefur haldið hingað til. Farið verður yfir allan ferilinn í bland við lög af nýju plötunni.

Vestmanneyingurinn Unnar Gísli Sigurmundsson byrjaði að glamra á útjaskaðan gítar á tvítugs árunum og fann sig fljótt í tónlistinni. Hann byrjaði að búa til músík undir nafninu Júníus Meyvant og gaf út sitt fyrsta lag Color Decay árið 2014 sem strax náði heimsathygli og var til að mynda valið lag dagsins á Seattle útvarpsstöðinni KEXP

Síðan þá hefur hann haldið áfram að grípa hug og hjörtu um allan heim með lögum á borð við Signals, Gold Laces og Ain’t Gonna Let You Drown. Ferillinn spannar nú þrjár breiðskífur og tvær stuttskífur. 

Þjóðlagatónlist Júníusar Meyvant er hjartnæm, hlý og kunnugleg og er hinn óheflaði Unnar skammt undan. Hljóðheimur Júníusar er stór og samansettur af rámri rödd, lokkandi gítarspili, þéttum hrynjanda, lúðrablæstri, hljómborðum og mellotron.  

Heimsklassa tónlistarfólk verða honum til liðs og sviðsuppsetningin mun undirstrika nándina og hlýjuna sem einkennir tónlist hans.

HLJÓMSVEIT:
Júníus Meyvant – Söngur, hljómborð, gítar
Kjartan Hákonarson – Trompet
Kristófer Rodriques – Trommur
Óskar Guðjónsson – Saxófónn
Rubin Pollock – Gítar
Samúel Jón Samúelsson – Básúna
Tómas Jónsson – Orgel
Örn Eldjárn – Bassi

KÓR:
Sönghópurinn Kyrja

Dagsetning

10. mars 2023

Staður

Eldborg, Harpa

Hlekkir