Back arrow

Khalid í Laugardalshöll

Laugardalshöllin
18. maí 2022

Miðaverð

Stæði:
10.990 kr.
Stúka:
15.990 kr.
Stæði:
0
Stúka:
0

(Númeruð sæti í stúku)

TÓNLEIKARNIR HAFA VERIÐ FÆRÐIR TIL 18. MAÍ 2021 VEGNA COVID-19 FARALDURSINS OG AFLEIÐINGA HANS.
EF NÝJA DAGSETNINGIN HENTAR EKKI HAFA KAUPENDUR TIL OG MEÐ
8. JÚNÍ TIL AÐ FARA FRAM Á ENDURGREIÐSLU.
TAKK FYRIR ÞOLINMÆÐINA OG SKILNINGINN.

Khalid er einn allra heitasti tónlistarmaður veraldar um þessar mundir og var nýlega titlaður einn áhrifamesti einstaklingur heims af Time 2019.

Khalid sló fyrst í gegn með laginu Location árið 2016. Hann gaf út sína fyrstu plötu American Teen árið 2017 sem innihélt Location auk Young Dumb & Broke, sem einnig sló rækilega í gegn. Hann hefur síðan toppað vinsældarlista um allan heim stanslaust og hlotið fimm Grammy tilnefningar. 

Khalid gaf út sína aðra plötu, Free Spirit, í apríl 2019 og varð í kjölfarið fyrsti listamaðurinn til að verma öll fyrstu fimm sæti Billboard R&B vinsældarlistans, auk þess sem platan skaust í toppsæti Billboard Top 100 og náði fljótt plátínumsölu.  Khalid hefur gefið út lög í samstarfi við magnaða listamenn á borð við Ed Sheeran, Calvin Harris, Marshmello, Shawn Mendez, Billie Eilish, Major Lazer, og Disclosure. 

Khalid er einn mest spilaði tónlistarmaður veraldar á Spotify um þessar mundir. Hann hyggur á tónleikaferð um hnöttinn þar sem hann spilar á mörgum stærstu tónleikastöðum og tónlistarhátíðum heims, með viðkomu í Laugardalshöll.

Ekkert aldurstakmark.

//echo $wp_embed->shortcode( array(), $playlist ); //?>