skip to content

Liðinn viðburður

Laddi 70 ára

Goðsögnin, grínarinn, gleðigjafinn og gullbarkinn Laddi verður 70 ára 20. janúar 2017. Af því tilefni verður blásið til stórglæsilegra afmælistónleika daginn eftir stóra daginn, nánar tiltekið laugardaginn 21. janúar í Eldborg, Hörpu.

Farið verður yfir ótrúlegan feril Ladda í máli og myndum og að sjálfsögðu verða húmorinn og tónlistin í fyrirrúmi. Laddi hefur í gegnum tíðina samið fjölmörg gríðarlega vinsæl lög og mörg þeirra eru fyrir löngu orðin hluti af þjóðarsálinni: lög sem allir landsmenn þekkja og geta raulað með. Það má því teljast til tíðinda að þetta verður í fyrsta sinn sem Laddi heldur hreinræktaða tónleika.

Af þessu tilefni kemur fram stórskotalið söngvara og landslið hljóðfæraleikara ásamt samferðarmönnum og vinum Ladda í gegnum árin. Jón Ólafsson stjórnar hljómsveitinni og útsetur og Björn G. Björnsson sér um sviðssetningu og handrit.

Eftirtaldir söngvarar koma fram ásamt Ladda:
Eyþór Ingi
Eyjólfur Kristjánsson
Bjartmar Guðlaugsson
Sigga Beinteins
Sigríður Thorlacius

Sérstakir gestir eru:
Björgvin Halldórsson
Haraldur Sigurðsson (Halli)
Hjörtur Howser

Hljómsveitina skipa:
Jón Ólafs – Hljómborð, tónlistar-og hljómsveitarstjórn
Andri Ólafsson – Bassi, raddir
Bassi Ólafsson – Trommur, slagverk
Haraldur V. Sveinbjörnsson – Hljómborð, gítar, raddir
Kjartan Hákonarson – Trompet, slagverk, raddir
Matthías Stefánsson – Gítar, mandólín, banjó, fiðla
Samúel Jón Samúelsson – Básúna, slagverk, raddir
Vilhjálmur Guðjónsson – Gítar, mandólín, saxófónn, raddir

Dagsetning

21. janúar 2016

Staður

Harpa Eldborg

Hlekkir