Laddi 75

18. og 19. mars 2022

Miðaverð

Úrvalssæti:
Verðsvæði 1:

12.990 kr.
9.990 kr.

Miðasala

SÝNINGARNAR HAFA VERIÐ FÆRÐAR TIL 18. OG 19. MARS VEGNA FARALDURSINS OG AFLEIÐINGA HANS.

EF NÝJU DAGSETNINGARNAR HENTA EKKI GETA MIÐAHAFAR ÓSKAÐ EFTIR ENDURGREIÐSLU TIL OG MEÐ 26. JANÚAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA PÓST Á: INFO@TIX.IS

ÞAKKIR FYRIR SKILNINGINN OG ÞOLINMÆÐINA.

Nú er komið að því að merkismaðurin Laddi telur árin 75 og því ber að fagna. Þann 18. og 19. mars stígur hann á svið í Háskólabíói, með góðum gestum og hljómsveit til að rifja upp ferilinn og fagna tímamótunum. Sýningin verður blanda af tónlist, gríni og skemmtilegum uppákomum.

Gestir:

  • Ágústa Eva
  • Ari Eldjárn
  • Eyþór Ingi
  • GDRN

Sérstakur gestur er Þórhallur Þórhallsson, sonur Ladda og einn fyndnasti maður Íslands. Heiðursgestur er Hörtur Howser, samferðamaður Ladda í tónlistinni síðustu 40 árin.

Svo er næsta víst að ofsalega sérstakir gestir láti einnig sjá sig, hvort sem þeim er boðið eða ekki, en þar erum við að tala um karaktera á borð við Elsu Lund, Martein Mosdal, Eirík Fjalar, Saxa og Magnús Bónda

Fyrir hlé verður áhersla lögð á grín og glens ein í seinni hlutanum verður farið um víðan völl í tónlistarferli Ladda.

Ljóst er að það stefnir í skemmtilegustu kvöldstund ársins. Það verður hlegið, tónlistin mun óma og við fögnum öll saman með þjóðargerseminni Ladda á 75 ára afmælisdegi hans.

 

UM LADDA

Laddi er sannkallaður umskiptingur; skemmtikraftur sem klæðir sig í nýtt hlutverk ár eftir ár. Á ferlinum hefur hann sungið, leikið, samið og skrifað og alltaf hefur hann náð að láta okkur hlæja, gráta og undrast yfir því hvernig einn einstaklingur getur búið yfir svona miklum hæfileikum. 

Öll höfum við séð hann á árum áður í Heilsubælinu, Imbakassanum og Spaugstofunni, í Áramótaskaupinu, bak við trommusettið og svo míkrafóninn á sviði með bróður sínum Halla. Nýlega setti hann upp eina vinsælustu grínsýningu Íslandssögunar: Laddi 6-tugur, sem gekk fyrir troðfullu húsi í tvö ár samfleytt og sjónvarpsþáttaröðin Jarðarförin sló öll met í Sjónvarpi Símans í fyrra. 

Kvikmyndaferillinn er einnig langur og skrautlegur, og þar má nefna snilldarmyndir á borð við Stella í Orlofi og Amma Hófý. Einnig hefur Laddi stigið á næstum öll leiksvið landsins, allt frá því að hann kom fram í Litlu hryllingsbúðinni í Gamla Bíói 1985, að Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu, og allt þar á milli.

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu allar viðburðartilkynningar í pósthólfið og aðgang að forsölum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.