skip to content

Liðinn viðburður

Laddi 75

Sýningin Laddi 75 fer núna einnig fram í streymi í gegnum NovaTV og myndlykla Símans og Vodafone. Seinni sýningin 19. mars sem fer fram í Háskólabíói kl. 20 verður streymd þannig allir landsmenn geta fagnað 75 ára afmæli Ladda. Útsending hefst með upphitun kl. 19:30.

Miðasalan er þegar hafin inn í myndlyklum Símans og Vodafone og svo geta allir keypt aðgang að vefstreymi í gegnum NovaTV á Tix; ekki er nauðsynlegt að vera með áskrift að NovaTV þar sem hún fylgir frítt með fram yfir streymið eftir að miði er keyptur. Frekar upplýsingar um hvernig þú kaupir aðgang að streyminu hér fyrir neðan.

 

UM SÝNINGUNA

Nú er komið að því að merkismaðurinn Laddi telur árin 75 og því ber að fagna. Af því tilefni stígur hann á svið í Háskólabíói, með góðum gestum og hljómsveit til að rifja upp ferilinn og fagna tímamótunum. Sýningin verður blanda af tónlist, gríni og skemmtilegum uppákomum.

GESTIR

  •  Ari Eldjárn
  •  Eyþór Ingi
  •  GDRN
  • Margrét Eir

 

Sérstakur gestur er Þórhallur Þórhallsson, sonur Ladda og einn fyndnasti maður Íslands. Heiðursgestur er Hjörtur Howser, samferðamaður Ladda í tónlistinni síðustu 40 árin.

Svo er næsta víst að ofsalega sérstakir gestir láti einnig sjá sig, hvort sem þeim er boðið eða ekki, en þar erum við að tala um karaktera á borð við Elsu Lund, Martein Mosdal, Eirík Fjalar, Saxa og Magnús Bónda.

Fyrir hlé verður áhersla lögð á grín og glens ein í seinni hlutanum verður farið um víðan völl í tónlistarferli Ladda.

Ljóst er að það stefnir í skemmtilegustu kvöldstundir ársins. Það verður hlegið, tónlistin mun óma og við fögnum öll 75 ára afmælinu saman með þjóðargerseminni Ladda.

 

Jón Ólafsson – Tónlistarstjórn, hljómborð, raddir
Andri Ólafsson – Bassi og raddir
Ásgeir Ásgeirsson – Gítar, mandólín o.fl:
Haraldur V. Sveinbjörnsson – Hljómborð, gítar og raddir
Kjartan Hákonarson – Trompet, slagverk og raddir
Samúel Jón Samúelsson – Básúna og slagverk
Vilhjálmur Guðjónsson – Gítar, saxófónn o.fl:

Gréta Boða – Gervi, hár og förðun
Laddi – Handrit
Gunnar Helgason – Leikstjórn

Dagsetning

18. og 19. mars 2022

Staður

Háskólabíó

Hlekkir