4 sýningar í október og nóvember 2022
Laddi og Eyþór Ingi
Frumsýning 15. október
4 sýningar í október og nóvember 2022
Laddi og Eyþór Ingi
Frumsýning 15. október

Góðvinirnir Laddi og Eyþór Ingi leiddu saman hesta sína á 75 ára afmælissýningu Ladda fyrr á árinu, en sýningin sló rækilega í gegn enda einstök töfrablanda þegar þessir tveir snillingar deila sviðinu.

Vegna fjölda áskorana ætla þeir félagar að halda áfram og frumsýna nýja sýningu í Bæjarbíói laugardaginn 15. október. Nýja sýningin, sem kallast einmitt LADDI OG EYÞÓR INGI og er byggð á 75 ára afmælissýningunni, er einhvers staðar mitt á milli þess að vera leiksýning og uppistand – og eiga áhorfendur von á góðu.

Strákarnir fara um víðan völl og góðvinir á borð við Elsu Lund, Mófreð gamla, Eirík Fjalar, Saxa og Magnús Bónda kíkja örugglega í heimsókn, hvort sem þeim er boðið eður ei. 

Karl Olgeirsson er á hljómborðinu og sér um tónlistina. Áhorfendur geta átt von á hlátrasköllum, vel völdum lögum og botnlausri gleði frá þessum merku skemmtikröftum.

Aðeins verður um fjórar sýningar að ræða og eingöngu um 200 manns komast á hverja sýningu, þannig að áhugasamir eru hvattir til að hafa hraðar hendur þegar miðasalan hefst.

Sýningar eru hér sem segir:

  • 15. okt – Frumsýning
  • 10. nóv – 2. sýning
  • 17. nóv – 3. sýning
  • 19 . nóv – 4. Sýning


Hljómborð
: Karl Olgeirsson
Ljósahönnun: Kristinn Sigurðsson
Hljóðhönnun og tæknikeyrsla: Friðrik Helgason
Framleiðslustjóri: Hrannar Hafsteinsson
Handrit: Laddi
Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir

Dagsetning

4 sýningar í október og nóvember 2022

Staður

Bæjarbíó

Miðaverð

8.990 kr.

Hlekkir

Þú gætir haft áhuga á..