Placeholder canvas
8. 9. og 10. mars 2024
Laufey
í Eldborg

Aukatónleikum með Laufeyju hefur verið bætt við föstudaginn 8. mars vegna fjölda áskoranna og gríðarlegrar umframeftirspurnar.

Tónleikarnir 9. og 10. mars seldust upp á skotstundu og það sama má segja um aðra tónleika á Bewitched túrnum. Framundan er tónleikaferðalag um alla Evrópu, Asíu og Bandaríkin sem telur í heildina yfir 60 borgir. Þar eins og hér er yfirleitt um mikla umframeftirspurn að ræða og hefur Laufey ekki við að bæta við aukatónleikum og/eða færa sig í stærri tónleikastaði.

Platan Bewitched kom út í september síðastliðinn og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda um allan heim. Platan hlaut tilnefningu til Grammy verðlauna og Billboard lofaði Laufeyju sem brautryðjanda djasstónlistar. Laufey er orðin mest spilaði Íslendingurinn á Spotify frá upphafi.

Það skal tekið fram að ekki er hægt að bæta við fleiri tónleikum.

Laufey er 24 ára gömul söngkona, tónskáld, og fjölhljóðfæraleikari, en djasslög hennar fjalla um unga ást og sjálfsuppgötvun. Íslensk-kínverska listakonan, sem ólst upp á milli Reykjavíkur og Washington, D.C. með árlegum heimsóknum til Peking, ólst upp við að spila á selló og píanó og fann innblástur í gegnum Ellu Fitzgerald eftir að hafa gramsað í plötusafni föður síns.

Árið 2020, meðan hún var enn nemandi við Berklee College of Music, gaf Laufey út sína fyrstu smáskífu „Street by Street“ sem fór á topp íslenska vinsældarlistans. Eftir að hafa gefið út fyrstu smáskífu sína árið 2021 “Typical of Me” var Laufey valin besti nýi listamaðurinn í djass og blús á Íslensku tónlistarverðlaununum og stjórnaði eigin þætti á BBC Radio 3/BBC Sounds.

Frumraun hennar í fullri lengd, Everything I Know About Love, var í fyrsta sæti á lista Billboards Alternative New Artist Album og aðalsmáskífan „Valentine“ náði hámarki í #1 á Spotify Jazz Chart. Árið 2022 var Laufey mest streymdi djasslistamaður á Spotify, með 425 milljónir streyma.

Dagsetning

8. 9. og 10. mars 2024

Staður

Eldborg

Miðaverð

Úrvalssæti: 14.990 kr. (fjólublátt á mynd)
Verðsvæði 1: 12.990 kr. (rautt á mynd)
Verðsvæði 2: 11.990 kr. (blátt á mynd)
Verðsvæði 3: 9.990 kr. (grænt á mynd)
Verðsvæði 4: 7.990 kr. (gult á mynd)

Hlekkir

Þú gætir haft áhuga á..