Placeholder canvas

Liðinn viðburður

Michael McIntyre – The Big World Tour

Einn vinsælasti uppistandari Bretlands, Michael McIntyre, ætlar að hefja nýja heimstúrinn sinn, Big World Tour, hér á Íslandi í Laugardalshöllinni þann 4. maí!

Sýningin Showtime varð að langstærsta uppistandstúr 2012 þar sem hann setti met í miðasölu á O2 leikvanginn en hvorki meira né minna en 640.000 áhorfendur mættu. Á Happy & Glorious seldust yfir 400.000 miðar og var hann t.a.m. tilnefndur til Billboard Touring Awards þar sem samkeppnin lá milli hans og stórnúmeranna Amy Schumer og Kevin Hart.

McIntyre hefur rakað til sín tilnefningum og verðlaunum; hann hefur m.a. tvisvar verið tilnefndur til BAFTA verðlauna, hlotið tvenn British Comedy verðlaun, tvenn Chortle verðlaun og National Television verðlaun.

Michael hefur ferðast um allan heim og selst hefur upp á hverja sýningunni á fætur annarri víðsvegar í heiminum. McIntyre hefur undanfarið látið ljós sitt skína í sjónvarpsþáttagerð. Hann heldur þessa dagana úti eigin spjallþætti, The Michal McIntyre’s Chat Show, á BBC1 en áður hafði hann tekið við af Simon Cowell í Britain‘s Got Talent árið 2011.

Dagsetning

4. maí 2017

Staður

Laugardalshöllin

Hlekkir