skip to content

Liðinn viðburður

Migos í Höllinni

Frændurnir Quavo, Takeoff og Offset skipa hljómsveitina Migos en þeir gáfu út fyrsta mixtape-ið, Juug Season, árið 2011. Þeir slóu í gegn með laginu „Versace“ sem þeir gáfu út á mixtape-inu Y.R.N. (Yung Rich Niggas), árið 2013. Lagið fór þá að birtast á fjölda topplista á borð við Rolling Stone, SPIN, Complex og Pitchfork og vakti það þá t.a.m. athygli rapparans Drake sem fljótlega gaf út remix af laginu. Eftir þetta lá leiðin beina leið uppávið og hafa bæði gagnrýnendur og almenningur kolfallið fyrir þeim. Á ferlinum hefur hljómsveitin unnið með artistum á borð við Young Thug, Gucci Mane, Drake, Metro Boomin, Meek Mill, Soulja Boy, 2 Chainz, Travis Scott, Post Malone, DJ Mustard, Katy Perry og DJ Khaled.

Í október 2016 gáfu Migos út singúlinn „Bad and Boujee“ með Lil Uzi Vert sem fór beint á topp Billboard Hot 100 listann og er núna tilnefndur til Billboard Music Awards sem Besta rapplagið og Besta rappsamstarfið. Þetta var fyrsta lagið af plötunni Culture sem kom út í janúar á þessu ári við mikinn fögnuð rappaðdáenda um allan heim.

Dagsetning

16. ágúst 2017

Staður

Laugardalshöllin

Hlekkir