Placeholder canvas
5. og 6. apríl 2024
Sarah Millican
Late Bloomer

5. apríl – Uppselt
6. apríl – Aukasýning

Sarah Millican var feimið barn, talaði lítið í skóla, átti fáa vini og fékk ekki brjóst fyrr en hún var 16 ára.

En núna? Núna er hún hávær, á fullt af frábærum vinum, er með stórkoslegan barm og feimnin er horfin. Í glænýja uppistandi sínu “Late Bloomer” talar Sarah um hvernig eitt varð að öðru. Að auki fáum við að heyra helling um matarboð og “dömugarða.” Komdu með í  þriðja evróputúr Söruh Millican og hlæðu að henni og með henni. Síðasta seldist Háskólabíó upp.

Sarah Millican skaust inn á breska grín bransann með trompi árið 2008 þegar hún var valin Besti nýliðinn á Edinburgh Fringe grín-hátíðinni. Síðan þá hefur hún stjórnað þremur sjónvarpsseríum á BBC2 af The Sarah Millican Television Programme, sem hefur hlotið tvær BAFTA tilnefningar. Auk  þess að hafa leikið í sjónvarpsþáttunum QI, Live at the Apollo og The Royal Variety Performance.

Í október 2017 gaf Sarah út fyrstu bók sína, How To Be Champion, og kynnti til sögunnar hlaðvarpsþættina Standard Issue sem er grínþáttur búinn til af konum fyrir konur. Árið 2019 setti hún á svið og stjórnaði þættinum Elephant in the Room á BBC Radio 4 og stýrir enn.

Samhliða sjónvarps- og útvarpsþáttum sínum hefur Sarah verið í fararbroddi uppistandara í Bretlandi. Síðasta sýning hennar, Control Enthusiast, laðaði að sér 245.000 gesti í Bretlandi áður en Sarah fór með sýninguna um alla Evrópu, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjáland.

Í nóvember 2019 hóf Millican YouTube rás og birti þar klippur úr uppistandsþáttum sínum og The Sarah Millican Television Programme ásamt viðtölum úr öðrum þáttum. Frá og með nóvember 2022 hefur rásin safnað yfir 65 milljón áhorfum og 400.000 áskrifendum.

Alls hafa rúmlega milljón áhorfendur sótt sýningar Söruh í 14 löndum.

Dagsetning

5. og 6. apríl 2024

Staður

Háskólabíó

Miðaverð

Númeruð sæti: 8.990 kr.

Hlekkir

Þú gætir haft áhuga á..