Back arrow

Nick Cave í Eldborg

An Evening of Talk & Music
31. ágúst 2019

Miðaverð

Úrvalssæti:
13.990 kr.
Uppselt
Verðsvæði 1:
11.990 kr.
Uppselt
Verðsvæði 2:
9.990 kr.
Uppselt
Verðsvæði 3:
8.990 kr.
Uppselt
Verðsvæði 4:
6.990 kr.
Uppselt
Úrvalssæti:
0
Verðsvæði 1:
0
Verðsvæði 2:
0
Verðsvæði 3:
0
Verðsvæði 4:
0

ATH!
Hafið skilríki og miða tilbúna.
Ef nafn á skilríkjum og miðum stemmir ekki þá kemstu ekki inn í salinn.
Vinsamlegast farið snemma inn í salinn til að forðast biðraðir og tafir.
—————————————————————
PLEASE NOTE!
Have your tickets and ID ready.
Name on both has to match, otherwise you will not gain entry.
Please enter room early to avoid delays and queues.


“Mér fannst eins og beint samtal við áhorfendur gæti verið mikils virði – á tónleikum undanfarið höfum við öll sýnt vilja til að opna okkur.” – Nick Cave

Nick Cave er núna á ferðalagi um Evrópu og Bretland með þennan einstaka viðburð sem hefur alls staðar selst upp á skotstundu. Nú hefur verið bætt við sýningum á Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi og fer hún fram í Eldborg Hörpu laugardaginn 31. ágúst. Nick lauk nýverið við uppseldan túr um Ástralíu og Nýja Sjáland auk Evrópu og mun hann halda ferðalaginu áfram í Norður Ameríku í haust.

Nick mun svara spurningum áhorfenda um viðfangsefni milli himins og jarðar á milli þess sem hann tekur mörg af sínum ástkærustu lögum á flygilinn. Hann lýsir kvöldinu sjálfur sem “æfingu í að tengjast”; ekkert viðfangsefni er heilagt og eru áhorfendur hvattir til þess að vera óhræddir við að spyrja krefjandi og ögrandi spurninga.

Sambandið á milli Nick og áhorfenda hefur alltaf verið opið og ákaft, en hefur dýpkað og styrkst enn frekar á nýlegum tónleikum hans með Bad Seeds. Þeir urðu innblásturinn að þessum einstöku og óvenjulegu kvöldum, þar sem spurt og svarað er blandað saman við tónleika og Nick Cave kemur fram alveg hrár, óritskoðaður og ósíaður.

Athugið strangar miðareglur:
– Miðarnir eru á nafni miðakaupanda
– Sýna þarf skilríki þegar mætt er á tónleikastað og skilríki og nafn á miðanum/miðunum þarf að stemma
– Kaupandi og gestir hans þurfa allir að mæta á sama tíma og ganga inn í salinn á sama tíma.

Vinsamlegas lesið alla skilmálana að neðan vel.

Dagskrá kvöldsins
19:30
Salur opnar
20:00
Nick Cave
22:45
Áætlaður endir* *Dagskrá er birt með fyrirvara og getur riðlast.

Billboard

»Between stark, gorgeous performances of key songs like “Skeleton Tree," “The Mercy Seat” and "God Is In The House," Cave was wry, genial and funny as hell.«

Stereogum

»This is a striking turnaround when you’re used to seeing icons in all their bombast and mythos. Here, you are getting them unmediated by journalists, you are getting them in an unfiltered and unedited form, you are getting them in a human state without the guise of stardom in full-force.«
 • Skilmálar

  ATHUGIÐ STRANGAR MIÐAREGLUR
  VINSAMLEGAST LESIÐ EFTIRFARANDI SKILMÁLA VANDLEGA

  1. Aðeins einstaklingar mega kaupa miða til einkanota. Ekki er leyfilegt að kaupa miða fyrir fyrirtæki / miðasöluaðila / sem skipti fyrir viðskipti / til að endurselja / til að endurselja með hagnaði / til að stunda viðskipti með.
  2. Miðinn er persónulegt og afturkallanlegt leyfi sem á öllum tímum og öllum stigum málsins er eign tónleikahaldara. Tónleikahaldari getur afturkallað þetta leyfi hvenær sem er.
  3. Nafn miðakaupanda skal prentað á alla miða. Í því tilfelli sem fleiri en einn miði er keyptur þurfa allir gestir viðkomandi kaupanda að mæta á sama tíma á tónleikastað og fara inn saman, með kaupanda, á sama tíma. Ef þetta er ekki gert verður gestum vísað frá.
  4. Miðakaupandi þarf að framsýna löggildum skilríkjum og þarf nafnið á þeim að stemma við nafnið á miðunum. Ef það er ekki hægt verður gestum mögulega vísað frá.
  5. Miðar eru seldir beint til neytanda. Miðar sem eru keyptir af fyrirtækjum eða miðlurum, í bága við þessa skilmála, eru ekki gildir.
  6. Ef þú getur ekki farið á tónleikana getur þú farið fram á endurgreiðslu í allt að 14 daga frá miðakaupum og hægt er að fara fram á nafnabreytingu á miðunum allt að 48 tímum fyrir tónleika.
  7. Vinsamlegast ekki selja miðana þína í gegnum þriðja aðila með hagnaði. Slíkt er brot á skilmálunum og getur haft í för með sér að kaupandi fær ekki aðgang að tónleikunum og að viðkomandi miðar verði gerðir ógildir án endurgreiðslu.
  8. Einungis er hægt að kaupa 4 miða á hvert nafn og hvert kort. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir brask og svindl með miða og til þess gert að vernda neytendur.

//echo $wp_embed->shortcode( array(), $playlist ); //?>