skip to content

Liðinn viðburður

Ólafur Arnalds í Háskólabíói

Grammy-tilnefndi tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur tónleikaferðalag sitt um heiminn með stórtónleikum í Háskólabíói, 23. maí næstkomandi.

Tónleikarnir fylgja eftir útgáfu plötunnar ‘some kind of peace’ en þetta verður í fyrsta skipti sem að efni af plötunni verður flutt opinberlega. Þrjú ár eru síðan Ólafur kom síðast fram á Íslandi en tónleikarnir í Háskólabíó marka upphafið af langri tónleikaröð og eru þeir fyrstu af um 50 í mörgum af helstu tónleikahöllum heims í Norður Ameríku og Evrópu, s.s. Walt Disney Concert Hall í Los Angeles, Hammersmith Apollo í London og Tempodrom í Berlín. 

Tónleikar Ólafs eru áhrifamikil upplifun fyrir augu og eyru en með honum á sviðinu verður strengjakvartett og slagverksleikari auk sjálfspilandi Stratus-píanóanna. Tónleikagestir fá einstakt tækifæri til að sjá eina af stórstjörnum íslenskrar tónlistar á heimavelli áður en ferðinni er haldið áfram á erlenda grundu. 

Dagsetning

23. maí 2022

Staður

Háskólabíó

Hlekkir