skip to content

Liðinn viðburður

Post Malone

Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar er á leiðinni til landsins! Hinn eini sanni Post Malone mun spila í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí 2017. Alexander Jarl og Auður hita upp.
Post Malone er sjóðandi heitt nafn þessa dagana en hann hefur slegið rækilega í gegn með lögum á borð við „Congratulations“ og „White Iverson“ auk þess sem hann hitaði víða upp fyrir vin sinn Justin Bieber á ferðalagi hans um heiminn á síðasta ári.
Komdu og sjáðu eina heitustu hip hop stjörnu samtímans í Silfurbergi, Hörpu þann 11. júlí. Aðeins 1.200 miðar eru í boði og kosta þeir einungis 9.990 kr. stykkið.

Dagsetning

11. júlí 2017

Staður

Harpa Silfurberg

Hlekkir