skip to content

Liðinn viðburður

Russell Peters í Eldborg

Kanadíski grínistinn og leikarinn Russell Peters verður með uppistand í Eldborg í Hörpu 30. maí næstkomandi, flytur þar sýningu sína Deported . Peters er  þekktur af bröndurum sínum um staðalmyndir, fordóma og skrautlega hegðun fólks meðal annars. Hann hefur ekki verið með uppistand áður hér á landi og segir um Deported að sýningin sé stútfull af nýju efni.

Peters vakti fyrst athygli með kanadíska gamanþættinum Comedy Now sem sló í gegn á YouTube og hófst þá farsæll leikaraferill hans. Árið 2014 flutti hann sýninguna Almost Famous í 30 löndum og sáu hana um 300.000 manns. Sýningin sló í gegn á Netflix, að því er segir í tilkynningu og að Peters fari nú á kostum í sjónvarpsþáttunum The Indian Detective .

Dagsetning

30. maí 2018

Staður

Harpa – Eldborg

Hlekkir