Placeholder canvas

Liðinn viðburður

Sarah Millican: Bobby Dazzler

Hin sprenghlægilega Sarah Millican er kominn aftur á ferð með Bobby Dazzler uppistandssýningu sína.

Þetta er í sjötta sinn sem Sarah heldur á ferðalag um heimsbyggðina og að þessu sinni kynnumst við því hvað gerist þegar það lokast endanlega fyrir munninn á okkur, hvernig á að henda kúk yfir vegg, hvernig við reynum að missa aukakílóin en missum bara framan af fingurgómunum, sjáum óviðjafnanlega fyndið útötunarpróf og hversu raunverulega hræðileg flothylki geta verið.

Sarah hefur notað síðastliðið ár til að semja brandara og stækka á sér afturendann og getur ekki beðið eftir að komast aftur á svið og láta okkur hlæja.

Athugið: Sýningin er ekki við hæfi 15 ára og yngri.

Dagsetning

19. maí 2022

Staður

Háskólabíó

Hlekkir