The Smashing Pumpkins eru á leiðinni til Íslands í fyrsta skipti og halda sannkallaða stórtónleika í Laugardalshöllinni 26. ágúst.
The Smashing Pumpkins er ein af áhrifamestu hljómsveitum allra tíma og hefur átt stóran þátt í mótun indie tónlistar og menningar frá því að hún var stofnuð í Chicago árið 1988. Hljómsveitin hefur selt yfir 30 milljón platna um allan heim og unnið til fjölda verðlauna, þar má nefna tvenn GRAMMY® verðlaun, sjö MTV VMA verðlaun og American Music verðlaun. Óhætt er að lofa ógleymanlegu kvöldi.
Húsið opnar kl. 18:30 og tónleikar hefjast kl. 20:00. Nánari upplýsingar um dagskrá og allar helstu upplýsingar um tónleikana má finna í Spurt og svarað.
MIÐAVERÐ OG SVÆÐI
– Gull sæti: 49.990 kr. (gult á mynd, neðri stúka) (frír drykkur og sérinngangur fylgir Gull miðum)
– A+ sæti: 34.990 kr. (ljósgrátt á mynd, efri stúka)
– A sæti: 29.990 kr. (bleikt á mynd, efri stúka)
– B sæti: 25.990 kr. (grænt á mynd, efri stúka)
– Stæði: 19.990 kr. (á gólfi fyrir framan svið)
Hjólastólastæði eru að auki fáanleg í kaupferlinu. Kaupa þarf miða einnig fyrir fylgdarmann. Verðið er 9.995 kr.
VIP UPFÆRSLUR
Sölu á VIP pökkum er lokið. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi VIP pakkana þína, eða ef þú hefur ekki fengið nánari upplýsingar um pakkann þrem (3) dögum fyrir tónleika vinsamlegast sendu tölvupóst á [email protected].
UM SMASHING PUMPKINS
Hljómsveitin hefur gefið út efni sem breytt hefur tónlistarsenunni. Plötur á borð við platínum plötuna Gish (1991), fjórföldu platínum plötuna Siamese Dream (1993), demanta plötuna Mellon Collie and the Infinite Sadness (1995), platínum plötuna Adore (1998) og gullplötuna Machina/The Machines of God (2000). Þá setti tónlistartímaritið Rolling Stones bæði Siamese Dream og Mellon Collie and the infinite Sadness á lista yfir „500 bestu plötur allra tíma.“
Áhrif Smashing Pumpkins á menninguna sýnir sig einnig skýrt í draumkenndu umslagi plötunnar Siamese Dream, svörtu Zero-treyjunni og afslappaðri sælu í tónlistarmyndbandinu við 1979, goth-umbreytingunni í Ava Adore og margbrotnum tónleikum sem seljast upp um allan heim enn þann dag í dag.
Árið 2018 afhjúpaði Smashing Pumpkins SHINY AND OH SO BRIGHT, VOL. 1 / LP: NO PAST, NO FUTURE. NO SUN og hóf hina ótrúlega vel heppnuðu Shiny and Oh So Bright tónleikaferð sem fyllti heilu íþróttaleikvangana. Í framhaldi gaf bandið út elleftu plötuna sína, hina tvöföldu CYR (2020). Platan markaði enn og aftur nýja stefnu. Nýlega kom svo út ATUM (2023), framhaldsplata af plötunum Mellon Collie and the infinite Sadness frá 1995 og Machina/Machine of God frá árinu 2000.
Á nýjustu plötu hljómsveitarinnar, Aghori Mhori Mei (2024) sem var samin rétt á eftir ATUM, snýr bandið aftur til upprunans með upprunalegum meðlimunum Billy Corgan, Jimmy Chamberlin og James IHA, þar sem gítarar, bassar, trommur og skærar raddir ráða ríkjum.