skip to content
5. júli 2024
Sumarklúbbur í Hörpu – Snjólaug + GDRN & Magnús Jóhann
Norðurljós Harpa

Sumarklúbbur í Hörpu – Klúbbastemning í Norðurljósum

Hér er á ferðinni ný uppistands- og tónleikaröð á vegum Senu Live. Áherslan er lögð á afslappaða og skemmtilega stemningu fyrir bæði heimamenn og ferðamenn. Sumarklúbburinn er haldinn í Norðurljósasal Hörpu, þar sem verða lítil hringborð og stólar og drykkir seldir inni í salnum.

Kvöldið hefst á bráðfyndnu uppistandi sem fer fram á ensku og eftir stutt hlé taka tónleikar við. Heildarlengd viðburðar er um það bil 2 klst.

Laugardaginn 5. júlí koma fram grínistinn Snjólaug og tónlistartvíeykið GRDN & Magnús Jóhann.

SNJÓLAUG
Snjólaug er einn allra fyndnasti grínisti landsins. Með sinni hárbeittu kímnigáfu gerir hún gys að íslenskri menningu, móðurhlutverkinu, hrjótandi mökum, vellíðunar hippum sem synda í sjónum og alls konar öðrum tilgangslausum umræðuefnum.

GDRN OG MAGNÚS JÓHANN
Söngkonan GDRN og píanóleikarinn Magnús Jóhann hafa komið mikið fram sem tvíeyki frá því að þau gáfu út hljómplötuna Tíu íslensk sönglög, árið 2022. Hún hefur að geyma tíu lög sungin af GDRN við meðleik Magnúsar í útsetningum tvíeykisins og hefur notið mikilla vinsælda. Á efnisskrá plötunnar er fjöldi íslenskra gersema á borð við Rósin, Hvert örstutt spor, Vikivaki og eitt frumsamið lag, Morgunsól. 5. júlí nk. munu þau flytja íslenskar tónlistarperlur í bland við nokkur lög GDRN í Norðurljósasal Hörpu. Gestir tónleikanna geta átt von á ljúfu kvöldi og þeirri hugljúfu stemningu sem er að finna á plötunni.

Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, hefur látið mikið á sér kræla í íslensku tónlistarlífi frá því að hún gaf út sína fyrstu breiðskífu, Hvað ef, árið 2018. Sú hljómplata hlaut fjölda tónlistarverðlauna, tilnefningu til tónlistarverðlauna norðurlanda og mikla athygli. Síðan þá hefur hún sent frá sér fjölda laga í samstarfi við aðra listamenn sem og aðra breiðskífu, GDRN, árið 2020. Seinni breiðskífu sína vann hún m.a í samstarfi við Magnús Jóhann en leiðir þeirra lágu saman í tónlistarskóla FÍH nokkrum árum áður. Þann 22. mars 2024 gaf hún hún út nýja sólóplötu, Frá mér til þín, en þar kveður við ögn poppaðri hljóm en á fyrri plötum en verkið vann hún með Þormóði Eiríkssyni.

Magnús Jóhann Ragnarsson hefur verið mikilvirkur í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár sem píanóleikari, upptökustjóri, tónskáld og ýmislegt fleira fyrir fjölda listamanna. Hann hefur gefið út fjórar sólóplötur, eina stuttskífu og dúóplötu ásamt Skúla Sverrissyni, bassaleikara. Hann var valinn tónlistarflytjandi ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2023 og hefur undanfarið annast tónlistarstjórn í sjónvarpsþáttunum Idol. Bubbi Morthens, Friðrik Dór, Bríet, Ingibjörg Turchi, Stuðmenn og Moses Hightower eru á meðal þess þverfaglega fjölda listafólks sem hann hefur starfað með.

A Summer Evening in Harpa – Snjólaug + GDRN & Magnús Jóhann

A new series of stand-up comedy and live music in Harpa’s beautiful Norðurljós (Northern Lights) hall. There is plenty of fun for foreign visitors and locals with laid-back comedy club-style seating and a bar set up inside the auditorium.

The evening starts with a hilarious stand-up comedy show in English, followed by a live concert after the short intermission in between. Duration: 2 hours.

On Friday, July 5th, the performers are comedian Snjólaug and the musical duo GRDN & Magnús Jóhann.

SNJÓLAUG
Snjólaug is one of Iceland’s funniest comedians. With her sharp wit, she pokes fun at Icelandic culture, motherhood, snoring partners, wellness hippies who swim in the ocean, and lots of other pointless things.

GDRN & MAGNÚS JÓHANN
The singer GDRN and pianist Magnús Jóhann have frequently performed as a duo since they released the album ‘Tíu íslensk sönglög’ (Ten Icelandic Songs) in 2022. It contains ten songs sung by GDRN with accompaniment by Magnús in the duo’s arrangements and has been very popular. The album’s tracklist includes many Icelandic treasures such as ‘Rósin,’ ‘Hvert örstutt spor,’ ‘Vikivaki,’ and one original song, ‘Morgunsól.’ On July 5th, they will perform Icelandic musical gems and a few GDRN songs in the Norðurljós Hall of Harpa. Concert attendees can expect a delightful evening filled with the heartwarming atmosphere found on the album.

Guðrún Ýr Eyfjörð, better known as GDRN, has made a significant impact on the Icelandic music scene since she released her first album, ‘Hvað ef’ (What if), in 2018. That album received numerous music awards, a nomination for the Nordic Music Prize, and garnered much attention. Since then, she has released many songs in collaboration with other artists and another album, ‘GDRN,’ in 2020. She worked on her second album in collaboration with Magnús Jóhann, whom she met at the FÍH Music School a few years earlier. On March 22, 2024, she released a new solo album, ‘Frá mér til þín’ (From Me to You), which has a slightly more pop sound compared to her previous albums. The album was a collaboration with Þormóður Eiríksson.

Magnús Jóhann Ragnarsson has recently been highly active in the Icelandic music scene as a pianist, producer, composer, and more for numerous artists. He has released four solo albums, one EP, and a duo album with bassist Skúli Sverrisson. He was named Performer of the Year at the Icelandic Music Awards in 2023 and has recently been in charge of music direction for the TV show ‘Idol.’ Bubbi Morthens, Friðrik Dór, Bríet, Ingibjörg Turchi, Stuðmenn, and Moses Hightower are among the diverse artists he has collaborated with.

Dagsetning

5. júli 2024

Staður

Harpa

Hlekkir

Þú gætir haft áhuga á..