skip to content

Liðinn viðburður

Sumarklúbbur í Norðurljósum: Hugleikur og Elín Hall

Sumarklúbbur í Hörpu – Klúbbastemning í Norðurljósum

Hér er á ferðinni ný uppistands- og tónleikaröð á vegum Senu Live. Áherslan er lögð á afslappaða og skemmtilega stemningu fyrir bæði heimamenn og ferðamenn. Sumarklúbburinn er haldinn í Norðurljósasal Hörpu, þar sem verða lítil hringborð og stólar og drykkir seldir inni í salnum.

Kvöldið hefst á bráðfyndnu uppistandi sem fer fram á ensku og eftir stutt hlé taka tónleikar við.  Heildarlengd viðburðar er um það bil 2 klst.

Laugardaginn 29. júní koma fram Hugleikur og Elín Hall.

HUGLEIKUR
Hugleikur Dagsson er þekktur fyrir svarta og súrrealíska kímnigáfu. Kúkur, dauðinn og önnur almenn hversdagsleg málefni eru gjarnan til umfjöllunar. Grín sýningum hans hefur verið lýst sem subbulegum en þó afar vinalegum.

ELÍN HALL
Af brennandi þrá til að segja sögur hefur Elín Hall fundið sinn róm með tónlist sinni undanfarin ár. Lög hennar mála myndir veruleika og fantasíu sem oft togast á. Þau bjóða fólki inn í heim draumkenndra rafgítarshljóða og melankólískra textaþema þar sem auðvelt er að gleyma sér.

Elín Hall hefur skotið upp kollinum í íslensku tónlistarlífi síðustu ár en síðustu misseri gaf hún plötuna heyrist í mér? sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Hún fékk Kraumsverðlaunin, var plata ársins á Grapevine Music Awards og hlaut þrjár tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2024.

Dagsetning

29. júni 2024

Staður

Harpa

Hlekkir