10 ára afmæli Color Run á Íslandi
Color Run á Íslandi heldur upp á 10 ára afmæli árið 2025 með sannkallaðri afmælisveislu þann 16. ágúst 2025. Síðan árið 2015 hafa nálægt 70.000 manns tekið þátt í litahlaupinu á Íslandi i sannkallaðri fjölskyldu- og litaveislu.
Sem litahlaupari í The Color Run verður þú, ásamt þúsundum annarra þátttakenda, lituð/aður frá toppi til táar við hvern kílómetra sem þú klárar. Í hverju litahliði verður tekið á móti þér með tónlist, skemmtun og nýjum lit. Þetta snýst ekki um að hlaupa 5 kílómetra á sem skemmstum tíma heldur að hlaupa á þeim hraða og tíma sem þér finnst hæfilegt og gaman. The Color Run er nefnilega ekki kapphlaup heldur hlaup þar sem þúsundir þátttakenda skemmta sér konunglega á meðan þeir verða hjúpaðir lit frá toppi til táar. Í lok hvers kílómetra er hlaupið í gegnum litastöð með tónlist, skemmtun og nýjum lit og við endamarkið keyrir allt um koll með risavaxinni endamarkshátíð þar sem litadýrðin verður gerð ógleymanleg upplifun. Þetta verða hamingjusömustu og skemmtilegustu 5 kílómetrar sumarsins!
Tryggðu þér miða í tíma á lægra verði því verð hækkar eftir því sem nær dregur viðburði. Í boði eru almennir miðar, barnamiðar, fjölskyldupakkar og hópapakkar. Öllum miðum fylgir aðgangur í hlaupið, Color Run hlaupabolur og litapoki.
- Almennir miðar eru fyrir einstaklinga 9 ára og eldri
- Barnamiðar eru fyrir börn 8 ára og yngri þar sem miðað er við fæðingarárið 2017
- 2+2 fjölskyldupakki inniheldur tvo almenna miða og tvo barnamiða (8 ára og yngri)
- 3+1 fjölskyldupakki inniheldur þrjá almenna miða og einn barnamiða (8 ára og yngri)
- 4+ hópapakki inniheldur fjóra til tíu almenna miða
- Allir pakkarnir gefa sem samsvarar um 15% afslátt af listaverði á hverjum tíma. Athugið að í kaupferlinu sjást fyrst meðalverð hvers miða í pökkunum. Aðeins er hægt að kaupa pakkana í fjögurra miða skömmtum og pakkaverðið kemur inn í næsta skrefi. Þó er hægt að bæta við fleiri miðum í Pakka 1 að vild.
Color Run bolurinn er aðgöngumiðinn á viðburðinn og nauðsynlegt er að vera í bolnum eða bolurinn sýnilegur þegar komið er í hlaupið. Hlaupagögn eru sótt í Color Run búðina í vikunni fyrir viðburð þar sem miðahafar velja sér bolastærð. Tilkynnt eru um staðsetningu og opnunartíma búðarinnar 10 dögum fyrir viðburð.
LITIR + HLAUP = HÁTÍÐ!
Okkar markmið er að The Color Run færi fólk saman og geri heiminn hamingjusamari. Við köllum The Color Run hamingjusamasta hlaup í heimi vegna þess að hlaupið okkar færir saman vini og vandamenn í einstaka skemmtun og hátíð. Við setjum hamingjuna í forgrunn. Lífið snýst um ánægju og að líða vel. Þess vegna skal The Color Run vera hamingjusamasta hlaupið á jörðinni.
The Color Run er fyrir alla, konur með hár og kalla með skalla, allt frá 2ja ára til 80 ára (jafnvel 102 ára). Sumir hlaupa til að koma í gang betri lífsstíl á skemmtilegan hátt á meðan aðrir hlaupa bara til að skemmta sér með vinum sínum. Þátttakendur geta hlaupið einir sér eða í smærri hópum og sumir hlaupa með ákveðinn tilgang. Hvort sem þú ert gamall brokkari eða afreksíþróttamaður þá mun The Color Run verða eftirminnilegustu og litríkustu 5km í þínu lífi!
SVONA FER HLAUPIÐ FRAM
Sem litahlaupari í The Color Run verður þú, ásamt þúsundum annarra þátttakenda, lituð/aður frá toppi til táar við hvern kílómetra sem þú klárar. Í hverju litahliði verður tekið á móti þér með tónlist, skemmtun og nýjum lit.
Þetta snýst ekki um að klára hlaupið á sem skemmstum tíma heldur að hafa gaman og njóta þess að taka þátt. Það mun enginn vinna hlaupið því það er engin tímataka. Þvert á móti hvetjum við alla til að taka sér tíma í að fara í gegnum alla litabrautina og njóta upplifunarinnar.
Með aðeins tvær leikreglur geta allir verið með í The Color Run:
- Þú skalt vera í hvítum bol þegar þú byrjar!
- Þú verður litabomba þegar þú kemur í endamarkið!
Við endamarkið verður síðan epískt litapartý, skemmtidagskrá, stuð og stemning fyrir framan sviðið.