skip to content

Liðinn viðburður

Tiësto í Hörpu

Staðfest hefur verið að íslenski DJ hópurinn ViBES hitar upp fyrir Tiësto. Það eru þeir KrBear, KES og Máni sem koma fram.

Hollenski tónlistarmaðurinn Tiësto er vafalaust einn vinsælasti plötusnúður okkar tíma. Hann var valinn einn af bestu plötusnúðum allra tíma af breska tónleika- og klúbbatímaritinu Mixmag auk þess sem Rolling Stone hefur sett hann í fyrsta sæti yfir bestu plötusnúða í heimi.

Starf Tiësto hefur í gegnum tíðina skapað honum tækifæri sem flest tónlistarfólk dreymir um. Hann hefur meðal annars spilað á opnunarhátíð Ólympíuleikanna auk þess að hafa verið meðal aðaltónlistaratriða á hátíðum á borð við Ultra Music Festival, Stereosonic, Coachella, Tomorrowland/TomorrowWorld og Electric Daisy Carnival.

Tiësto hefur unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin og það er aldrei dauð stund hjá honum. Á milli þess sem hann hljóðblandar og gefur út tónlist undir eigin nafni þá ferðast hann um heiminn og spilar í stærstu tónleikasölum og vinsælustu klúbbum heimsins í dag. Enda valda Tiësto tónleikar aldrei vonbrigðum; mikið lagt í umgjörðina og alltaf brjáluð stemmning!

Dagsetning

22. janúar 2018

Staður

Harpa Silfurberg

Hlekkir