Back arrow

Tiësto í Hörpu

Silfurberg, Harpa
22. janúar 2018

Miðar

Eitt verðsvæði:
11.990 kr.
Eitt verðsvæði:
0

Staðfest hefur verið að íslenski DJ hópurinn ViBES hitar upp fyrir Tiësto. Það eru þeir KrBear, KES og Máni sem koma fram.

Hollenski tónlistarmaðurinn Tiësto er vafalaust einn vinsælasti  og besti plötusnúður okkar tíma. Hann var valinn einn af bestu plötusnúðum allra tíma af breska tónleika- og klúbbatímaritinu Mixmag auk þess sem Rolling Stone hefur sett hann í fyrsta sæti yfir bestu plötusnúða í heimi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tiësto spilar á Íslandi. Árið 2012 fyllti hann Valshöll en nú eru eingöngu um 1.300 í boði í Silfurberg Hörpu. Þetta er því tækifæri til að sjá hann og upplifa í meiri nánd en venjulega. Fyrsta Northern Lights tónleikaferðalagið hans, sem haldið var árið 2016, seldist upp á örfáum klukkustundum.

+ Lestu meira

Starf Tiësto hefur í gegnum tíðina skapað honum tækifæri sem flest tónlistarfólk dreymir um. Hann hefur meðal annars spilað á opnunarhátíð Ólympíuleikanna auk þess að hafa verið meðal aðaltónlistaratriða á hátíðum á borð við Ultra Music Festival, Stereosonic, Coachella, TomorrowLand/TomorrowWorld og Electric Daisy Carnival.

Tiësto er mikilsmetinn meðal jafningja sinna, sem hefur sýnt sig í verki í gegnum árin, en meðal listamanna sem hafa sérstaklega óskað eftir samstarfi við hann eru Kanye West, Katy Perry og John Legend. Eitt þessara samstarfa vann til Grammy verðlauna árið 2015, þegar hollenski plötusnúðurinn remixaði lagið „All of Me“ eftir John Legend.

Tiësto hefur unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin og það er aldrei dauð stund hjá honum. Á milli þess sem hann hljóðblandar og gefur út tónlist undir eigin nafni þá ferðast hann um heiminn og spilar í stærstu tónleikasölum og vinsælustu klúbbum heims.

Enda valda Tiësto tónleikar aldrei vonbrigðum; mikið lagt í umgjörðina, ekkert gefið eftir hvað varðar hljóð og ljós og alltaf brjáluð stemning!

18 ára aldurstakmark er á tónleikana.

Dagskrá kvöldsins
20:30
Salur opnar
21:00
ViBES (KrBear, KES and Máni)
21:30
Hlé
21:45
TIESTO
23:30
Áætluð lok
~
Dagskrá getur riðlast og er birt með fyrirvara.