skip to content

Liðinn viðburður

Vök í Eldborg

VÖK heldur upp á 10 ára afmæli sitt með sínum fyrstu stórtónleikum, í Eldborgarsal Hörpu. Hljómsveitin hóf göngu sína í Músíktilraunum þegar þau unnu fyrsta sætið árið 2013. Vök hefur síðan þá verið ein vinsælasta hljómsveit landsins og verið á stanslausu tónleikaferðalagi um allan heim undanfarin ár. Plöturnar þeirra Figure (2017), In the Dark (2019), og Vök (2022) hafa hlotið lof tónlistarunnenda um allan heim.

Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að sjá þessa mögnuðu hljómsveit koma fram, á hátindi síns ferils, í einum fallegasta sal landsins.

 

Dagsetning

7. október 2023

Staður

Eldborg, Harpa

Hlekkir